Ruben Dias hefur skrifað undir framlengingu á samningi sínum við Manchester City og verður hjá félaginu næstu árin.
Samningur Dias átti að renna út sumarið 2027 en nú er ljóst að hann hefur framlengt hann til 2029 með möguleika á auka ári.
Dias kom til City sumarið 2020 frá Benfica fyrir 65 milljónir punda og hefur reynst félaginu afar vel.
„Ég er gríðarlega ánægður í dag,“ sagði Dias eftir að hafa skrifað undir.
„Ég elska Manchester, þetta er heimili mitt og ég elska stuðningsmenn City. Þegar ég hugsa um þá titla sem við höfum unnið og hvernig fótbolta við spilum, þá gæti ég ekki ímyndað mér að fara annað.“