Arsenal er komið á fullt í viðræðum við Crystal Palace og Eberechi Eze, allt stefnir í að hann velji Arsenal frekar en Tottenham.
Tottenham hefur um langt skeið verið í viðræðum við Palace um Eze en ekki náð að semja um kaup og kjör.
Allt stefndi þó í að Eze myndi fara til Tottenham en meiðsli hjá Arsenal settu allt af stað, Kai Havertz verður líklega lengi frá.
🚨🔴⚪️ Following talks tonight, Arsenal are convinced that Eberechi Eze prefers to join them over Tottenham.
£60m package offered to Palace with easier add-ons and faster payment terms to try beat Spurs.
Negotiations underway. pic.twitter.com/vhaplr849j
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 20, 2025
Fabrizio Romando segir að tilboð Arsenal til Palace sé betra og David Ornstein hjá Athletic segir að Eze vilji Arsenal frekar en Tottenham.
Ornstein segir að Tottenham játi sig í reynd sigraða og muni horfa til annara leikmanna.