fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Dóri Árna: „Segja þér ekki neitt annað en að þetta er bara gott fótboltalið“

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 15:11

Halldór Árnason, þjálfari Breiðabliks. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Leikurinn leggst mjög vel í mig. Við erum búinir að nota síðustu daga í að skoða þá vel og hvað við viljum gera. Ég held við séum eins vel undirbúnir og við getum verið,“ segir Halldór Árnason, þjálfari karlaliðs Breiðabliks fyrir leik liðsins gegn Virtus í Sambandsdeildinni á morgun.

Liðin mætast í umspili um sæti í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar í vetur og fer fyrri leikurinn fram á Kópavogsvelli annað kvöld. Blikar eru taldir mun sigurstranglegri en Virtus, sem er frá San Marínó. Það er þó ýmsilegt sem þarf að varast í þeirra liði.

video
play-sharp-fill

„Þetta er gríðarlega reynslumikið, mjög fullorðið og með leikmenn sem hafa átt ljómandi fínan feril á Ítalíu en eru komnir á seinni hluta ferilsins. Þeir eru kannski þarna nákvæmlega út af þessu, af því neðri hlutinn í ítölsku A-deildinni eða Serie B býður ekki upp á Evrópukeppni. Þarna sjá menn möguleika á að fara langt í Evrópu. Það er mikið hungur og drive í þeim að ná alla leið. Eins og með íslensku liðin fyrir nokkrum árum sjá þeir möguleika með tilkomu Sambandsdeildarinnar á að skrifa söguna,“ segir Halldór.

„Úrslit síðustu leikja segja þér ekki neitt annað en það að þetta er bara gott fótboltalið. Þeir unnu meistaralið frá Moldóvu – og við höfum séð hvað meistaraliðið í Moldóvu síðustu ár, Sheriff, hefur gert. Það er bara levelið. Við þurfum að bera virðingu fyrir þeim en að sama skapi erum við með betra lið, með reynslumeira lið á þessu sviði.“

Ítarlegt viðtal við Halldór er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið

Grátbiður félag sitt um að samþykkja tilboðið
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi

Slökkt í orðrómunum með nýjum samningi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu

Ofurtölvan stokkar spilin eftir fyrstu umferð – Þungt högg í maga Liverpool og United aftur í Evrópu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Klefinn klofinn vegna Isak – Liðsfélagi sagður hafa skotið á hann

Klefinn klofinn vegna Isak – Liðsfélagi sagður hafa skotið á hann
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal

Skrifar undir nýjan samning við Arsenal
433Sport
Í gær

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu

Salah bestur í þriðja sinn – Liverpool á flesta fulltrúa í liðinu
433Sport
Í gær

Nýju mennirnir fóru á kostum

Nýju mennirnir fóru á kostum
433Sport
Í gær

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið

Ryan Reynolds og félagar veifa rúmum milljarði framan í stórliðið
Hide picture