Alexander Isak framherji Newcastler er langt því frá að vera vinsæll á meðal stuðningsmanna liðsins eftir það stríð sem hann fór í við félagið.
Isak vill fara og segir Newcastle hafa svikið loforð um að hann mætti fara frá félaginu í sumar.
Newcastle hefur hafnað tilboði frá Liverpool í framherjann en þangað vill hann fara og neitar hann að æfa með liðinu um þessar mundir.
Isak mætir því á æfingasvæði félagsins þegar allir eru farnir og kom í gær á svæðið. „Rotta, rotta,“ kölluðu ungir stuðningsmenn Newcastle sem voru mættir fyrir utan æfingasvæðið.
Eru stuðningsmenn félagsins reiðir út í Isak sem á þrjú ár eftir af samningi sínum og hótar Newcastle því að hann fari ekki fet í sumar.
Myndband af þessu er hér að neðan.
🎥 Alexander Isak getting called 🐀 by Newcastle fans pic.twitter.com/ya8z6fGVwJ
— indykaila News (@indykaila) August 20, 2025