Leon Bailey er farinn á láni til Roma frá Aston Villa út leiktíðina.
Þetta var staðfest í dag, en ítalska stórliðiði getur keypt Bailey að leiktíðinni lokinni.
Bailey, sem er 28 ára gamall, gekk í raðir Villa frá Bayer Leverkusen fyrir 25 milljónir punda árið 2021. Hann skoraði 22 mörk í 144 leikjum.
Þessi landsliðsmaður Jamaíka er samingsbundinn Villa í tvö ár til viðbótar en sem fyrr segir gæti hann farið endanlega til Roma næsta sumar.
✍️ Leon Bailey è un nuovo calciatore giallorosso! 🐺
📄 https://t.co/famDyd9RTu#ASRoma pic.twitter.com/MsnwuUGqYE
— AS Roma (@OfficialASRoma) August 20, 2025