Rico Lewis er að skrifa undir nýjan samning við Manchester City, eftir að hafa verið orðaður burt í sumar.
Lewis hefur verið sterklega orðaður við Nottingham Forest undanfarið, en hann byrjaði fyrsta leik City á tímabilinu gegn Wolves um helgina.
Bakvörðurinn lék alls 44 leiki í öllum keppnum með City á síðustu leiktíð en missti sæti sitt í liðinu til Matheus Nunes þegar leið á hana.
Bæði Lewis sjálfur og Pep Guardiola knattspyrnustjóri sögðu á dögunum að vilji væri fyrir að halda samstarfinu áfram og nú er það að raungerast með nýjum fimm ára samning.