Það vakti nokkra athygli í sumar þegar Pep Guardiola stjóri Manchester City ákvað að Bernardo Silva yrði fyrirliði liðsins.
Kevin de Bruyne og Kyle Walker fóru frá City í sumar en þeir höfðu axlað þessa ábyrgð á þessu hlutverki síðustu ár.
Silva hefur lengi verið hjá City og alltaf verið í stóru hlutverki hjá Guardiola,
„Á síðustu leiktíð þegar við vorum í veseni, þegar við náðum ekki í úrslit. Þá var hann alltaf þarna, æfði alla daga,“ sagði Guardiola.
„Við vorum með marga meidda og töpuðum mörgum leikjum, hann var alltaf hérna. Hann er sá sem hefur spilað flestar mínútur fyrir mig hérna.“
„Þegar hann spilar ekki þá brosir hann og reynir að hjálpa, hann leysir allar þær stöður sem hann er beðin um að gera. Hann verður góður fyrirliði.“
„When we were in big, BIG trouble… he was always there.“
Pep Guardiola on why Bernardo Silva wears the captain’s armband for Man City this season 👀 pic.twitter.com/xzVmWwJWLC
— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) August 20, 2025