Michael Owen fyrrum framherji Manchester United telur að það gæti orðið Matheus Cunha að falli hjá félaginu hversu skapheitur hann er.
Cunha kom til Manchester United frá Wolves í sumar og hefur vakið athygli fyrir vaska framgöngu.
„Eina sem ég get efast um er skapið hjá honum, hann hefur í gegnum tíðina fengið mörg röð spjöld,“ sagði Owen.
„Hann er mikið að baða út höndum, þú ert með svipaða týpu í Bruno Fernandes.“
„Það gæti hjálpað honum hjá United að vera hjá stóru félagi þar sem hann lærir betri mannasiði.“
Owen átti farsælan feril sem leikmaður og lék með Liverpool, Real Madrid, Manchester United og fleiri liðum.