fbpx
Miðvikudagur 20.ágúst 2025
433Sport

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson kemur til greina í landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar fyrir leikina við Aserbaídsjan hér heima og Frakka ytra í byrjun næsta mánaðar.

Það var fjallað um þetta í Þungavigtinni í dag, en þar sagði Kristján Óli Sigurðsson frá því að Gylfi væri í sérstökum forhóp yfir þá leikmenn sem kæmu til greina hjá Arnari og félög þeirra hafa verið látin vita af.

Gylfi er á mála hjá Víkingi hér heima og hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í Bestu deildinni. Hann var hins vegar stórkostlegur gegn Bröndby í Sambandsdeildinni á dögunum og sýndi að hann hefur enn það sem þarf á stærsta sviðinu.

Gylfi, sem verður 36 ára á næstunni, sneri aftur í landsliðið undir stjórn Age Hareide síðasta haust en hefur síðan ekki verið valinn aftur. Það verður afar áhugavert að sjá hvort þessi markahæsti landsliðsmaður frá upphafi fái sénsinn í liði Arnars.

Um er að ræða fyrstu leiki í undankeppni HM. Leikurinn við Aserbaídsjan fer fram á Laugardalsvelli 5. september. Svo er spilað í París fjórum dögum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin

Svara harðorðri færslu Isak – Engin loforð voru gefin
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum

Ólafur þénaði vel á aðra milljón á mánuði – Baráttan hörð á toppnum
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Elvar trúði ekki eigin eyrum á fundi KSÍ – Spyr hvort við séum stödd í Norður-Kóreu

Elvar trúði ekki eigin eyrum á fundi KSÍ – Spyr hvort við séum stödd í Norður-Kóreu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Isak varpar sprengju – Veður í Newcastle í yfirlýsingu

Isak varpar sprengju – Veður í Newcastle í yfirlýsingu
433Sport
Í gær

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti

Svona þénuðu mennirnir í brúnni – Allir á topp tíu með meira en milljón á mánuði og óvænt nafn í öðru sæti
433Sport
Í gær

Leita að manni til að fylla skarð Eze – Fær ekki að fara fyrr en hann kemur

Leita að manni til að fylla skarð Eze – Fær ekki að fara fyrr en hann kemur