fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Tíðinda að vænta af Gylfa Þór? – Endurkoma sögð koma til greina

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 20. ágúst 2025 11:55

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gylfi Þór Sigurðsson kemur til greina í landsliðshóp Arnars Gunnlaugssonar fyrir leikina við Aserbaídsjan hér heima og Frakka ytra í byrjun næsta mánaðar.

Það var fjallað um þetta í Þungavigtinni í dag, en þar sagði Kristján Óli Sigurðsson frá því að Gylfi væri í sérstökum forhóp yfir þá leikmenn sem kæmu til greina hjá Arnari og félög þeirra hafa verið látin vita af.

Gylfi er á mála hjá Víkingi hér heima og hefur verið nokkuð gagnrýndur fyrir frammistöðu sína í Bestu deildinni. Hann var hins vegar stórkostlegur gegn Bröndby í Sambandsdeildinni á dögunum og sýndi að hann hefur enn það sem þarf á stærsta sviðinu.

Gylfi, sem verður 36 ára á næstunni, sneri aftur í landsliðið undir stjórn Age Hareide síðasta haust en hefur síðan ekki verið valinn aftur. Það verður afar áhugavert að sjá hvort þessi markahæsti landsliðsmaður frá upphafi fái sénsinn í liði Arnars.

Um er að ræða fyrstu leiki í undankeppni HM. Leikurinn við Aserbaídsjan fer fram á Laugardalsvelli 5. september. Svo er spilað í París fjórum dögum síðar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina