Newcastle hefur svarað yfirlýsingu Alexander Isak, leikmanns liðsins, með sinni eigin. Félagið segir Svíann ekki hafa fengið neitt loforð um að fara í sumar.
Framherjinn er að reyna að komast til Liverpool og neitar að æfa með Newcastle á meðan. Skaut hann hressilega á félagið í færslu sinni í gær og segir hann það hafa brotið loforð.
Meira
Isak varpar sprengju – Veður í Newcastle í yfirlýsingu
„Við erum vonsvikin með yfirlýsingu Alexander Isak á samfélagsmiðlum. Alex er samningsbundinn og félagið hefur aldrei tjáð honum að hann megi fara í sumar. Við viljum halda okkar bestu leikmönnum en skiljum einnig að þeir hafi aðrar langanir og skoðanir,“ segir í svari Newcastle.
„Eins og við höfum útskýrt fyrir Alex og hans fulltrúum berum við hag Newcastle í brjósti, liðsins og stuðningsmanna. Við erum stolt félag með fjölskyldustemningu, sem við viljum halda í. Alex er enn hluti af fjölskyldunni og verður tekið vel á móti honum þegar hann er tilbúinn í að æfa með liðsfélögum sínum á ný,“ segir þar enn fremur.
Newcastle United statement: Alexander Isak
— Newcastle United (@NUFC) August 19, 2025