fbpx
Þriðjudagur 11.nóvember 2025
433Sport

Lars slasaðist og kemur ekki til Íslands – „Er miður sín“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 4. ágúst 2025 22:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lars Lagerback, einn allra besti landsliðsþjálfari sem Ísland hefur átt, getur ekki tekið þátt í hinni metnaðarfullu Valsakademíu vegna slyss sem hann varð fyrir í garðinum heima hjá sér.

Valur segir frá þessu í tilkynningu á samfélagsmiðlum, en Valsakademían hefst með pompi og prakt á miðvikudag.

Tilkynnig Vals
Lars Lagerbäck fyrrum landsliðsþjálfari sem ætlaði að vera einn af leiðbeinendum Valskademíunnar í ár hefur því miður þurft að draga sig út úr prógramminu. Lars var við vinnu í garðinum heima hjá sér í fyrrakvöld þegar hann fór úr mjaðmalið og þurfti tafarlaust að fara í aðgerð.

Lars er miður sín yfir því að geta ekki tekið þátt en hann var mjög spenntur að koma aftur til Íslands og leiðbeina ungum íslendingum. Lars stefnir hins vegar á að koma á næsta ári.

Valsakademían hefst eins og áður hefur verið auglýst á miðvikudaginn, og prógramið helst óbreytt að öðru leyti:
Á miðvikudaginn:
🔹 09:00-09:45 – Fyrirlestur með Heimi Hallgrímssyni, landsliðsþjálfara Írlands og fyrrum landsliðsþjálfara Íslands
🔹 Í kjölfarið stýrir Heimir æfingu
🔹 12:00 – Fyrirlestur með Ólafi Stefánssyni, einum besta íþróttamanni Íslandssögunnar

Við óskum Lars góðs bata og hlökkum til að sjá sem flesta á miðvikudaginn!

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Hilmar McShane ráðinn til Vals

Hilmar McShane ráðinn til Vals
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina

Mikið undir hjá Íslandi í fyrramálið eftir glæstan sigur um helgina
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool

Van Dijk með skilaboð til leikmanna Liverpool
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina

Ofurtölvan stokkar spilin eftir helgina – Arsenal heldur velli og United gæti náð í Meistaradeildina
433Sport
Í gær

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“

Hjólar í Florian Wirtz – „Hann leit út eins og lítill strákur á vellinum“
433Sport
Í gær

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp

Krísufundur hjá Napoli í dag eftir að Conte hjólaði í leikmennina í gær – Líkur á að hann segi upp