Newcastle hefur sett framherjann Goncalo Ramos á blað hjá sér ef félagið missir af Benjamin Sesko. Daily Mail segir frá.
Newcastle leitar að hugsanlegum arftaka Alexander Isak, sjörnuframherja liðsins sem er sterklega orðaður við Liverpool.
Isak hefur verið frábær fyrir Newcastle undanfarin ár en vill á Anfield og vill félagið Sesko frá RB Leipzig í hans stað.
Manchester United hefur hins vegar einnig áhuga á Sesko og er framherjinn sagður spenntur fyrir því að fara á Old Trafford.
Fari það svo mun Newcastle reyna við Ramos, sem er á mála hjá PSG, en félagið reyndi einnig að fá hann frá Benfica 2022, áður en Isak mætti svo á svæðið.
Ramos hefur ekki tekist að festa sig í sessi í liði PSG og gæti því verið opinn fyrir skiptum.