Það kom upp afar umdeilt atvik í Kópavogi í gær í 1-1 jafntefli Breiðabliks og KA.
Blikar urðu af dýrmætum stigum í toppbaráttunni en hefðu með réttu sennilega átt að taka öll þrjú stigin. Mark liðsins í uppbótartíma var dæmt af.
Boltinn fór þá af Viktori Erni Margeirssyni og í netið, en dómarar leiksins, Jóhann Ingi Jónsson og hans teymi, mátu það sem svo að hann hafi farið í hönd hans á leið sinni inn.
Eins og sjá má hér neðan fór boltinn líklega í mjöðm Viktors og hefði markið miðað við það átt að fá að standa.
Myndband af þessu má sjá hér að neðan.
Gjörið svo vel. Heimskasti dómur sumarsins fundinn.
BOLTINN FER Í FOKKING MJÖÐMINA Á HONUM pic.twitter.com/Tw2h99Ipyt
— Hilmar Jökull (@HilmarJokull) August 3, 2025