fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025
Fókus

Mætti í fyrsta kynlífspartýið árið 2019 – Þetta eru helstu reglurnar

Fókus
Miðvikudaginn 2. júlí 2025 21:30

Skjáskot/Instagram

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Klámstjarnan Tru Kait hefur verið að mæta í kynlífspartý síðan árið 2019. Hún segir að það séu strangar reglur sem gestir þurfa að fylgja, annars verði þeim ekki boðið aftur.

Tru Kait segir þessi partý kallast mörgum nöfnum, eins og swing-partý, kynlífspartý, kynsvall eða eins og hún kýs að kalla þau: Lífsstílspartý.

Það er mikil dulúð í kringum þessi partý, því í raun getur hver sem er verið þarna. „Eins og samstarfsmaður, nágranni eða jafnvel kennarinn þinn,“ segir Kait.

„Það hafa verið leikstjórar, leikarar, þekktir fyrirtækjaeigendur, lögmenn, fjármálastjórar, kennarar og skurðlæknar. Þetta er fólk sem fer í kirkju og á fjölskyldu […] Þið eruð bara eitthvað að spjalla um vinnuna þeirra eða börnin þeirra eða hundana, og síðan eruð þið að ríða nokkrum klukkustundum seinna.“

Tru Kait. Mynd/Instagram

Samþykki númer eitt, tvö og þrjú

Kait segir að fyrsta kynlífspartýið sem hún fór í var í september 2019 í glæsilegri höll í Hollywood.

Hún segir að það hafi verið BDSM-þema en ítrekar mikilvægi þess að allir aðilar veiti samþykki.

„Þetta tekur tíma en þú þarft að tala við manneskjuna, kynnast henni, tala um eigin mörk og hlusta á hennar mörk, hvað henni finnst og finnst ekki gott,“ segir hún.

„Við tölum alltaf saman áður en eitthvað kynferðislegt gerist. Stundum vill fólk bara horfa á, stundum er dýnamíkin þannig að konan vill stunda kynlíf með öðrum á meðan eiginmaðurinn horfir á. Þetta er alls konar.“

Geta farið úr böndunum

Kait nefnir aðra reglu, en þeir sem brjóta hana brjóta einnig lögin. „Það eru mjög strangar reglur varðandi að sofa hjá ölvaðri manneskju. Ef einstaklingur lítur út fyrir að hafa drukkið of mikið eða neytt of mikilla fikniefna, þá þarftu að vera meðvitaður um það. Ef þú stundar samt kynlíf með henni þá ertu í miklum vandræðum, því manneskja í þessu ástandi getur ekki veitt samþykki.“

Kait hvetur fólk til að fara í þessi partý með opinn huga og ráðleggur konum að taka einhvern sem þær treysta með í partýin.

„Ég mæli klárlega með að stelpur taki einhvern sem þær treysta því þessi partý eiga það til að fara úr böndunum og verða frekar klikkuð.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“

Steingerður leitaði til spákvenna sem reyndist versta tímasóun – „Stundum yrði lífið léttbærara með þeirri vitneskju og stundum erfiðara“
Fókus
Í gær

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið

Missti andlitið þegar hún heyrði hvað lánið hafði margfaldast mikið
Fókus
Fyrir 2 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 2 dögum

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“

Arnmundur Ernst um móðurmissinn: „Það vissu allir hvað við vorum að ganga í gegnum“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu

Málið sem skók Pólland: Morðinginn afhjúpaði sig óvart í skáldsögu
Fókus
Fyrir 3 dögum

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?

Var heilt heimsveldi vísvitandi strokið út úr sögunni?
Fókus
Fyrir 5 dögum

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni

Harmsaga eftirsóttu fyrirsætunnar – Virtist lifa lúxuslífi en býr nú á götunni
Fókus
Fyrir 5 dögum

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin

Fór til kírópraktors og þá hófst martröðin