Í samtali við Women‘s Health sagði söngkonan að þetta væri einfalt, lykillinn væri að borða mikið prótein og grænmeti.
Hún fór yfir hvernig dagurinn hennar lítur út og hvaða þrjár máltíðir hún borðar oftast.
Morgunmatur: Tvö hrærð egg, kjúklingapylsa og steikt blómkálsbuff.
Hádegismatur: Tælenskt salat með rifnu kjúklingakjöti eða salatvefjur með túnfiski eða kjúklingabringu.
Kvöldmatur: Kalkúnakjötbrauð með blómkálsmauk og grænum braunum.
Hún borðar síðustu máltíðina fyrir klukkan fimm á daginn vegna bakflæðis, en hún er með GERD-sjúkdóm.
„Líkaminn minn þarf tíma til að melta matinn áður en ég fer að sofa,“ útskýrði Lizzo.
Söngkonan fær sér millimál yfir daginn, gríska jógúrt með bláberjum og hunangi.
Hún drekkur bara einn kaffibolla á dag með vanillupróteindufti.
„Þetta snýst um jafnvægi,“ sagði hún og tók fram að hún fær sér alveg góðgæti eins og kleinuhring ef hana langar til þess.
Hún segir að samband hennar við mat sé mun betra nú en áður. „Stundum borðaði ég svo mikið að mér varð ill í maganum […] Ef ég var leið, kvíðin, stressuð eða að vinna mikið, þá borðaði ég stanslaust.“
En hún segir hugarfarið allt annað í dag.
„Þetta er fallegt jafnvægi þar sem þú leyfir þér að borða ákveðna hluti en án þess að fara yfir um,“ sagði hún.
„Ég er mjög stolt af mér að hafa komist yfir þetta.“