VG skýrir frá þessu og segir að margir hafi sent miðlinum skjáskot af skilaboðum sem þeir fengu um milljónavinning í lottóinu. Það gerði skilaboðin enn undarlegri að vinningurinn var sagður hafa fallið á aðeins tvær réttar tölur plús bónustölu.
Rúmlega 28.000 manns fengu skilaboð um að hafa unnið sem svarar til um 32 milljóna íslenskra króna fyrir að vera með þrjár réttar tölur og bónustölu.
Skjáskot, sem VG fékk, sýnir að þrír fengu tilkynningu um vinning upp á samtals sem svarar til um 900 milljarða íslenskra króna.
Norsku getraunirnar, Norsk Tipping, segja að um mannleg mistök hafi verið að ræða. Forstjóri fyrirtækisins lét af störfum um helgina í kjölfar málsins.