fbpx
Fimmtudagur 22.maí 2025
433Sport

Minnast Erlendar sem féll frá í mánuðinum – „Var glaðlyndur og glettinn“

433
Fimmtudaginn 22. maí 2025 12:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fram minnist í dag goðsagnar félagsins, Erlendar Magnússonar, sem féll frá þann 8. maí síðastliðinn, 79 ára gamall. Erlendur átti frábæran feril með Fram og var til að mynda hluti af Íslandsmeistaraliðinu 1972.

„Lindi, sem var glaðlyndur og glettinn, var mikill keppnismaður, sem hafði yfir að ráða góðum leikskilningi. Hann gaf allt sem hann átti í erfið verkefni og ætlaðist til þess að aðrir gerðu það einnig. Þó að Lindi væri bakarameistari þoldi hann ekki HNOÐ úti á vellinum. Hann var útsjónasamur, las leikinn vel og vissi að það ætti ekki að gera einfaldan leik flókinn.

Erlendur undirbjó sig vel fyrir kappleiki, en eins og margir íþróttamenn á undanförnum árum, varð hann að játa sig sigraðan eftir erfiða viðureign við Alzheimersjúkdóminn, sem svo margir standa berskjaldaðir frammi fyrir,“ segir til að mynda á heimasíðu Fram um Erlend.

Af heimasíðu Fram
Erlendur Magnússon F: 27. janúar 1946. D: 8. maí 2025.

Útför Erlendar fer fram frá Bústaðakirkju á morgun, föstudaginn 23. maí, kl. 13.

Við fráfall Erlendar Magnússonar sjá Framarar á eftir traustum félagsmanni, sem var alltaf tilbúinn að svara kallinu er leitað var til hans.

Lindi, sem var glaðlyndur og glettinn, var mikill keppnismaður, sem hafði yfir að ráða góðum leikskilningi. Hann gaf allt sem hann átti í erfið verkefni og ætlaðist til þess að aðrir gerðu það einnig. Þó að Lindi væri bakarameistari þoldi hann ekki HNOÐ úti á vellinum. Hann var útsjónasamur, las leikinn vel og vissi að það ætti ekki að gera einfaldan leik flókinn.

Erlendur undirbjó sig vel fyrir kappleiki, en eins og margir íþróttamenn á undanförnum árum, varð hann að játa sig sigraðan eftir erfiða viðureign við Alzheimersjúkdóminn, sem svo margir standa berskjaldaðir frammi fyrir.

Erlendur byrjaði ungur að leika knattspyrnu með Fram og lék með sigursælum yngri flokkum undir stjórn Guðmundar Jónssonar (Mumma), þjálfarans kunna. Þegar Lindi var 20 ára 1966, var hann liðsmaður Framliðsins sem endurheimti sæti sitt í efstu deild, varð sigurvegari í 2. deild. Lindi var þá jafnframt þrjálfari fimmta flokks Fram.

Erlendur, sem var einn af strákunum hans Mumma sem tók við þjálfun Framliðsins 1970 og stýrði liðinu í fjögur ár; til 1973. Liðið var afar öflugt, skemmtilegt og sigursælt, bikarmeistari 1970 og 1973, Íslandsmeistari 1972.

Guðmundur setti Linda i nýtt hlutverk 1970, er hann lék fremst við hliðina á Kristni Jörundssyni, í leikaðferðinni 4-4-2. „Erlendur og Kristinn voru miklir markaskorarar og unnu vel saman. Erlendur sterkur í loftinu og sá um að skalla knöttinn niður á Kristinn, sem þurfti ekki mikið svæði til að athafna sig með knöttinn og skapa hættu,“ sagði Mummi eftir að meistaratitillinn var í höfn 1972. Fram varð síðast meistari 1962, þá einnig undir stjórn Mumma.

Lindi fór á kostum þegar Íslandsmeistaratitillinn vannst. Hann og „Marka Kiddi“ hrelltu varnir og markverði andstæðinganna og skoraði Lindi 8 mörk í síðustu sjö leikjum Fram í efstu deild. Fimm leikir unnust og tveimur lauk með jafntefli.

Lindi varð fimmti markahæsti leikmaður deildarinnar og þá lagði hann upp ófá mörkin. Kristinn skoraði 7 mörk, Marteinn Geirsson 6.

Árið 1964 varð Lindi Íslandsmeistari í 2. flokki, 18 ára. Átta árum síðar varð hann Íslandsmeistari í meistaraflokki, 1972. Tveir leikmenn sem léku saman í öðrum flokki, léku stór hlutverk í meistaraliðinu; Erlendur og Þorbergur Atlason, markvörður.

* Erlendur lék 159 meistaraflokksleiki með Fram á árunum 1965-1975. Hann skoraði 15 mörk í efstu deild. Fyrsta markið í efstu deild skoraði Erlendur gegn Val, 2:0, 1968. Einar Árnason skoraði hitt markið.

* Erlendur skoraði fyrsta Evrópumark Fram, er hann skoraði tvö mörk í sigurleik gegn Hibernians á Möltu 1971 í Evrópukeppni bikarhafa, 2:0. Það var fyrsti sigurleikur liðs frá Íslandi í Evrópukeppni.

* Erlendur lék tvo landsleiki. Fyrst gegn áhugamannaliði Frakklands á Laugardalsvellinum 1970, 0:1, og síðan 1971 gegn áhugamannaliði Frakka í París í undankeppni Ólympíuleikanna í München 1972, 0:1. Þá var hann varamaður í einum leik 1970; gegn áhugamannaliði Englands á Laugardalsvellinum, 1:1.

* Erlendur lagði skóna á hilluna 1975, 29 ára.

* Hann tók fram skóna og lék sinn síðasta kappleik 36 ára 1982, þegar lið Fram varð Íslandsmeistari í eldri flokki (leikmenn 30 ára og eldri), með því að vinna Víking í Laugardalnum, 2:1. Lindi skoraði fyrra markið. Rúnar Gíslason skoraði síðara markið.

Erlendur var mikill skíðaáhugamaður. Þegar Fram stofnaði skíðadeild 1972, var Lindi einn af stofnendum deildarinnar og sat í fyrstu stjórn Skíðadeildar Fram. Stofnendur deildarinnar unnu gott starf, sem varð til þess að Framarar komu sér upp skíðaskála í Eldborgargili.

Þá lék Erlendur badminton og golf reglulega með félögum sínum, á meðan heilsan leyfði.

Framarar kveðja og minnast Erlendar með þakklæti. Eiginkonu hans Fanneyju Júlíusdóttur og fölskyldu eru sendar hugheilar samúðarkveðjur.

Sigmundur Ó. Steinarsson.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Modric kveður Real Madrid

Modric kveður Real Madrid
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sandra ver mark Hafnfirðinga

Sandra ver mark Hafnfirðinga
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt

Amorim til í að ganga burt án þess að fá greitt
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Sjáðu myndbandið: Missti vitið yfir tapi United í gær – Fór að tala um steyptan gervilim

Sjáðu myndbandið: Missti vitið yfir tapi United í gær – Fór að tala um steyptan gervilim
433Sport
Í gær

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur

Bálreiðir stuðningsmenn Manchester United kalla eftir því að þessir leikmenn pakki strax í töskur
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Framtíðin er svört“

Þetta hafði þjóðin að segja í kvöld – „Framtíðin er svört“
433Sport
Í gær

Reisa styttu af De Bruyne

Reisa styttu af De Bruyne
433Sport
Í gær

Sveindís skrifaði undir í Bandaríkjunum

Sveindís skrifaði undir í Bandaríkjunum