fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

7 ára stúlka fannst í skáp – Hafði verið svelt – Leita nú að systur hennar sem hefur ekki sést síðan 2017

Pressan
Föstudaginn 16. maí 2025 03:09

Ava Marie Gonzales í desember 2017.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan í Texas í Bandaríkjunum hefur biðlað til almennings um aðstoð við leitina að Ava Marie Gonzales, 9 ára, sem hefur ekki sést síðan í desember 2017. Systir hennar, sem er 7 ára, fannst lokuð inni í skáp í síðasta mánuði og hafði verið svelt að sögn lögreglunnar í Austin.

Móðir systranna, Virginia Gonzales, var handtekin í kjölfarið og á yfir höfði sér ákæru fyrir alvarlegt ofbeldi gagnvart barni.

Í tilkynningu frá lögreglunni segir að ættingjar og vinir hafi síðast séð Ava í desember 2017 þegar hún var tveggja ára.  Lögreglan birti tölvugerð mynd, sem sýnir hvernig Ava gæti litið út í dag, með tilkynningu sinni.

Á fréttamannafundi sagði talsmaður lögreglunnar að það hafi verið þriðjudaginn 3. apríl sem 7 ára barn fannst lokað inn í skáp og hafði það verið svelt. Barnið var strax flutt á sjúkrahús og mun það ná sér að fullu að mati lækna. Hann sagði að sex önnur börn hafi verið á heimilinu og hafi þau virst í góðu líkamlegu ástandi.

Hann sagði einnig að lögreglan hafi miklar áhyggjur af velferð Ava, sérstaklega í ljósi hvernig aðstæður systur hennar voru þegar hún fannst í skápnum.

Hann sagði að upplýsingar liggi fyrir um að Virginia eigi stúlkuna en ekki sé vitað hvar hún sé núna og að Virginia hafi komið með margvíslegar skýringar á hvar Ava er þegar ættingjar hennar hafi spurt hana út í það.

Ekki er vitað til þess að neitt af börnunum hafi verið skráð í skóla.

Það var amma stúlkunnar sem fann hana í skápnum og tilkynnti lögreglunni um málið. Hún hafði farið heim til Virginia eftir að hún var handtekin fyrir vörslu marijúana að sögn People.

Stúlkan er talin hafa verið lokuð inni í skápnum í mánuð og hafi aðeins fengið smávegis að borða á morgnana og hálfan bolla af vatni á dag. Hún vó aðeins 15 kíló þegar komið var með hana á sjúkrahúsið.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskir ferðamenn þreyttir á Mallorca – „Of dýrt“

Þýskir ferðamenn þreyttir á Mallorca – „Of dýrt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum