fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Pressan

Dularfulla njósnafyrirtækið sem hefur farið með himinskautum síðan Trump tók við völdum – Komið til að trufla, hræða og stundum til að drepa

Pressan
Sunnudaginn 11. maí 2025 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tæknifyrirtækið Palantir hefur heldur betur átt gott ár en virði þess var metið á 50 milljarða dollara fyrir ári síðan en er metið á tæpa 300 milljarða í dag. Þetta er fyrirtæki sem ekki margir hafa heyrt um, aðrir en þeir sem lifa og hrærast í tækni- eða þjóðaröryggisgeiranum, enda vill fyrirtækið ekki vekja of mikla athygli á sér.

Þetta dularfulla fyrirtæki hefur stórgrætt síðan Donald Trump var kjörinn forseti og hefur verið sakað um að vinna nú leynt og ljóst að því með ríkisstjórninni að gera Bandaríkin að lögregluríki.

Varar við fyrrum vinnuveitanda

Fréttamiðillinn NPR fjallaði nýlega um ris Palantir á tímum Trump þar sem rætt var við fyrrverandi starfsmann sem varaði við því að Palantir væri að framleiða mjög hátæknilegan og fágaðan njósnabúnað sem og gervigreindartól sem nú þegar er verið að nota í stríðinu á Gaza og af ríkisstjórn Trump til að flýta fyrir brottvísunum ólöglegra innflytjenda. Það eru ekki margir fyrrum starfsmenn tilbúnir að tjá sig um málefni fyrirtækisins enda flestir látnir skrifa undir sérstakan þagnareið þar sem þeir lofa því að tala ekki illa um fyrirtækið þó að þeir láti af störfum. Fyrrum starfsmaðurinn varaði við því að nú þegar Palantir er á mála hjá hinu opinbera sé ógnvekjandi að sjá fyrir sér framtíðina.

„Ég get ekki lifað í heimi þar sem barnabörnin mín verða hluti af einhverjum gagnagrunni þar sem daglegar athafnir þeirra, þar með talið færslur þeirra á samfélagsmiðlum, eru raktar, safnað og notaðar í löggæslugagnagrunni einræðisstjórnar. Ég vil ekki lifa í slíkum heimi og ég tel það þess virði að leggja starfsferil minn, og jafnvel öryggi mitt, í hættu til að tjá mig um þetta.“

Palantir hefur meðal annars gert samning við hið opinbera upp á 30 milljónir bandaríkjadala fyrir hugbúnað sem getur fylgst með ferðum innflytjenda í rauntíma. Wire og CNN greina frá því að auðkýfingurinn Elon Musk ætli sér að fela Palantir að útbúa gagnagrunn yfir innflytjendur til að liðka fyrir brottvísunum. Eins hefur hagræðingadeild Musk, DOGE, ráðið til sín marga fyrrverandi starfsmenn Palantir. Þar áður, í nóvember, hafði Palantir gert samning upp á milljarð dollara við bandaríska sjóherinn.

Thiel og Karp

Fyrirtækið sjálft var stofnað árið 2004 í kjölfar hryðjuverkaárásanna sem áttu sér stað í Bandaríkjunum þann 11. september árið 2001. Stofnendur Palantir vildu hjálpa leyniþjónustum Bandaríkjanna að halda betur utan um gögn og upplýsingar því með betra skipulagi væri betur hægt að greina gögnin og þar með meiri líkur á að finna ógnina áður en hún raungerðist.

Palantir hefur svo haft tengsl við stjórnmálin frá upphafi en einn stofnandi fyrirtækisins er hinn alræmdi Peter Thiel sem er talinn vera maðurinn á bak við varaforseta Bandaríkjanna, JD Vance. Peter Thiel starfaði eins með Trump á fyrra kjörtímabili hans sem hófst árið 2016. Peter Thiel er mikill talsmaður frelsis, en hann telur þó að frelsi og lýðræði eigi enga samleið. Árið 2009 skrifaði Thiel ritgerð þar sem hann tók fram að stærsta verkefni heimsins væri að losna undan stjórnmálum – með öllu. Stjórnmálin væru nefnilega ónýt þar sem fólk sem fær félagslegan stuðning sem og konur væru með kosningarétt en sökum þessara einstaklinga væri vonlaust fyrir öfgafrjálslynda hægrimenn á borð við Thiel að sigra í kjörklefunum.

Thiel þolir ekki hið opinbera út af regluvæðingu viðskiptalífsins sem hann telur takmarka frelsi tæknifrumkvöðla, og eins þar sem opinberu fé sé að mestu varið í velferðarmál. Thiel sagði eitt sinn við blaðamann:

„Þegar tæknin er ekki takmörkuð með reglum geturðu breytt heiminum án þess að fá samþykki fyrir því frá öðrum. Tæknin skeytir engu um lýðræðisleg völd eða vilja meirihlutans sem er gjarnan mótfallinn breytingum.“

Hann hefur eins sagt: „Örlög heimsins gætu ráðist af verkum eins manns sem býr til eða dreifir vélbúnaði frelsisins sem gerir heiminn að öruggum stað fyrir kapítalisma.“

Forstjóri Palantir er Alex Karp, en hann og Thiel kynntust þegar þeir voru nemendur við Stanford-háskóla á 10. áratug síðustu aldar. Árið 2025 endaði Karp á lista tímaritsins Time yfir áhrifamestu einstaklinga heims. Þar var hann kallaður holdgervingur nýju milljarðamæringanna í Sílíkondalnum – ófeiminn tækniþjóðernissinni sem prédikar um völd hins vestræna heims. Hann segir að völd vesturlanda megi ekki rekja til yfirburða þeirra, hugmynda, gilda eða trúar, heldur hafi Vesturlönd yfirburði í því að beita skipulegu ofbeldi.

Thiel og Karp, tveir vinir sem trúa á yfirburði hvíta vestræna mannsins, trúa ekki á lýðræði og trúa því að tæknigeirinn ætti að stjórna heiminum án nokkurs aðhalds eða takmarkana, eru mennirnir á bak við Palantir. Fyrirtækið er þegar búið að selja ýmsan njósna- og eftirlitsbúnað og finnst ekkert athugavert við það að hið opinbera sé að safna skuggalegu magni af gögnum um borgara sína og vakta ferðir þeirra. Palantir er nú þegar einn stærsti einkarekni þjónustuaðili bandarísku þjóðaröryggisstofnunarinnar (NSA) og leyniþjónustunnar CIA.

Stundum til að drepa

Fyrirtækið hefur margfaldað virði sitt frá því að Trump tók við völdum og gert marga risastóra samninga við hið opinbera. Pistlahöfundurinn John Mac Ghlionn birti skoðunargrein í Asia Times á dögunum þar sem hann sagði að hættulegasti maður Bandaríkjanna sé ekki Trump heldur Alex Karp. Þessi krullhærði brjálæðingur sé að vopnvæða gervigreindina. Yfirburði í stríði í gegnum algrím, hann sé að leggja grunninn að stríðum sem verða háð með vélum og rekin af kóða. Karp ætli að koma eftirlitsbúnaði í skóla, sjúkrahús, dómstóla og banka.

„Palantir er komið til að trufla, og þegar nauðsyn krefur til að að hræða óvini okkar og stundum til að drepa þá,“ sagði Karp við fjárfesta í febrúar eftir að hlutabréf Palantir fóru á flug.

„Byltingin er hafin og sumir verða afhöfðaðir. Við reiknum nú með að sjá óvænta hluti og búumst við sigri.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar
Pressan
Í gær

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af
Pressan
Í gær

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar

Hún var farin í siglingu með skemmtiferðaskipi – Þá sendi eiginmaðurinn tölvupóst til útgerðarinnar
Pressan
Í gær

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár

Regluleg morgunstandpína getur lengt lífið um mörg ár
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er

Fyrir 50 árum var ungri móður nauðgað og hún myrt þegar hún var á ferð með dóttur sinni – Núna liggur fyrir hver morðinginn er
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings

Sakfelldir fyrir að fella eitt frægasta tré Bretlands í skjóli nætur – Þurfa að dvelja í varðhaldi út af reiði almennings
Pressan
Fyrir 3 dögum

Átta ára drengur komst í síma móður sinnar – Það endaði svona

Átta ára drengur komst í síma móður sinnar – Það endaði svona
Pressan
Fyrir 3 dögum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum

Í öndunarvél eftir slys í vinsælum leik – Lögregla hefur ítrekað varað við leiknum