fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Pressan

Leynilegar njósnaaðgerðir sýna hvernig Bandaríkin eru þegar farin að undirbúa innlimun Grænlands

Pressan
Miðvikudaginn 7. maí 2025 14:45

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump Bandaríkjaforseti vill yfirráð Grænlands. Þessu hefur hann ítrekað lýst yfir og nú greinir Wall Street Journal (WSJ) frá því að undirbúningur sé þegar hafinn. Ríkisstjórn Bandaríkjanna hefur fyrirskipað leyniþjónustu sinni að auka njósnir og eftirlit á Grænlandi í tengslum við áform forsetans.

Miðillinn ræddi við tvo heimildarmenn í skjóli nafnleyndar sem segja að yfirmaður bandarísku leyniþjónustunnar, Tulsi Gabbard, hafi sent undirmönnum sínum skilaboð í síðustu viku þar sem hún fyrirskipaði leyniþjónustunni að kynna sér betur sjálfstæðishreyfingu Grænlands sem og afstöðu Grænlendinga til mögulegs aðgengis Bandaríkjanna að auðlindum eyjunnar.

Gabbard bað leyniþjónustumenn að finna fólk í Grænlandi og Danmörku sem styður hugmyndir um innlimun Grænlands. WSJ segir að með þessum fyrirmælum sé ljóst að Bandaríkin séu að leggja grunninn að innlimun.

Gabbard sendi miðlinum yfirlýsingu fyrir birtingu fréttarinnar þar sem hún mótmælti fréttaflutningnum. „Wall Street Journal ætti að skammast sín fyrir að hjálpa útsendurum djúpríkisins að grafa undan forsetanum með því að pólitísera og leka trúnaðarupplýsingum. Þessir aðilar eru að brjóta lögin og grafa undan öryggi og lýðræði þjóðar okkar.“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins

Hún ætlaði bara að skipta peningaseðli – Það reyndist vera besta ákvörðun dagsins
Pressan
Fyrir 2 dögum

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“

Musk er aftur byrjaður að urða yfir fjárlagafrumvarp Trump – „Þetta er algjörlega sturlað“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli

Þóttist vera sádiarabískur prins í 30 ár – Beikon varð honum að falli
Pressan
Fyrir 2 dögum

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir

Hvort kom á undan? Hænan eða eggið? Svarið sem beðið hefur verið eftir
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið

Þriggja ára dóttir glæpaforingjans kom upp um felustað hans – Sjáðu myndbandið
Pressan
Fyrir 4 dögum

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi

Eigandi nuddstofu grípur til aðgerða og bannar karlmenn – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 4 dögum

Þýskir ferðamenn þreyttir á Mallorca – „Of dýrt“

Þýskir ferðamenn þreyttir á Mallorca – „Of dýrt“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum

Karlmaður glímir við gríðarlega sjaldgæft ofnæmi – Er með ofnæmi fyrir eigin fullnægingum