fbpx
Fimmtudagur 15.maí 2025
Pressan

Vísindamenn segja þetta vera eina dýrið sem gæti lifað heimsendi af

Pressan
Sunnudaginn 11. maí 2025 09:00

Vatnsbjörn getur lifað heimsendi af.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þú getur svo sem alveg hætt við að koma þér upp neyðarpakka í anda Mad Max eða fylla kjallarann af niðursuðumat. Ef það verður heimsendir, þá munt þú ekki lifa hann af. Það er aðeins eitt dýr sem gæti lifað slíkar hamfarir af.

Þetta er lítið dýr með átta fætur og andlit sem líkist einna helst einhverju úr Rick & Morty. Þetta er vatnsbjörn. Vísindamenn við Oxfordháskóla og Harvard segja að þetta sé eina dýrið hér á jörðinni sem gæti lifað ekta dómsdag af.

Í rannsókn sinni skoðuðu vísindamennirnir hvað myndi gerast ef svakalegir atburðir myndu eiga sér stað og eyða öllu lífi á plánetu sem líkist jörðinni. Hér er ekki átt við atburði á borð við loftslagsbreytingar, kjarnorkustríð eða gervigreind.

Það sem um ræðir er:

Sprengistjörnur

Gammageislar

Árekstur við risastóran loftstein

Stjörnur sem koma of nærri plánetunni

Fræðilega séð geta atburðir af þessu tagi soðið heimshöfin og gert jörðina að steikarpönnu og þar með gert út af við allt líf. Nema hvað vatnsbjörninn gæti lifað þetta af.

Vatnsbirnir eru örsmá dýr sem elska vatn. Þeir líta eiginlega út eins og krúttlegir rykmaurar í geimbúningi.

En þeir eru ótrúlega harðgerir. Þeir geta lifað af allt niður í 272 gráðu frost og upp í 150 gráðu hita. Þeir geta lifað af í lofttæminu í geimnum. Geislun, þrýstingur og algjör vökvaskortur hefur lítil sem engin áhrif á þá. Þeir geta lagst í dvala þar sem þeir slökkva alveg á sér og bíða eftir betri tíma.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Trump hefur lokað dyrunum fyrir flóttafólki – En hann gerir undantekningu fyrir þennan hóp hvíts fólks

Trump hefur lokað dyrunum fyrir flóttafólki – En hann gerir undantekningu fyrir þennan hóp hvíts fólks
Pressan
Í gær

Spánverjar stytta vinnuviku 12,5 milljóna manna

Spánverjar stytta vinnuviku 12,5 milljóna manna
Pressan
Fyrir 2 dögum

Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotuna – „Heimsklassa aumingjar“

Donald Trump foj yfir gagnrýni á lúxusþotuna – „Heimsklassa aumingjar“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“

Frakkar vísa rússneskri falsfrétt um meint kókaín til föðurhúsanna – „Við verðum að vera á varðbergi“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Svona mörgum stundar fólk kynlíf með á lífsleiðinni

Svona mörgum stundar fólk kynlíf með á lífsleiðinni
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulla njósnafyrirtækið sem hefur farið með himinskautum síðan Trump tók við völdum – Komið til að trufla, hræða og stundum til að drepa

Dularfulla njósnafyrirtækið sem hefur farið með himinskautum síðan Trump tók við völdum – Komið til að trufla, hræða og stundum til að drepa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Vísindamenn trúa þessu varla – Ofurgeitur þrifust á vatnslausri eyju í 200 ár

Vísindamenn trúa þessu varla – Ofurgeitur þrifust á vatnslausri eyju í 200 ár
Pressan
Fyrir 3 dögum

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar

Nú er það svart – Giftu sig í kirkjugarði í þema Addams fjölskyldunnar