fbpx
Sunnudagur 04.maí 2025
Pressan

Hræðileg örlög systur gamanleikarans góðkunna – „Þetta var af yfirlögðu ráði“

Kristinn H. Guðnason
Laugardaginn 3. maí 2025 22:00

Karen var aðeins 18 ára þegar hún var myrt. Myndir/Samsett/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kelsey Grammer hefur verið á skjám landsmanna um áratuga skeið. Fyrst í þáttunum um Staupastein, Cheers, og síðar um hinn óborganlega sálfræðing Fraiser Crane, það er Fraisier. Einnig hefur hann leikið í fjölmörgum bíómyndum, allt frá árinu 1992.

En á bak við allan hláturinn og kímnina er djúpstæð sorg. Grammer missti yngri systur sína fyrir hálfri öld síðan á skelfilegan hátt eins og fjallað er um í tímaritinu People.

Karen Grammer var litla systir Kelsey Grammer, tveimur árum yngri. Fyrir hálfri öld var hún myrt og nauðgað á hryllilegan hátt af þremur mönnum sem frömdu glæpi sína af handahófi.

Síðasta símtalið

Grammer fjölskyldan bjó í Flórída fylki á áttunda áratugnum en þegar Karen var orðin átján ára, árið 1975, flutti hún með kærasta sínum til Colorado Springs í Colorado fylki. Þann 30. júní þetta ár talaði hún í síðasta skiptið símleiðis við Kelsey. Þá hafði hún hugsað sér að koma heim til Flórída viku seinna. En það reyndist of seint.

Kelsey heyrði ekkert meira frá systur sinni. Hann varð áhyggjufullur og hringdi í lögregluna. Skömmu seinna kom í ljóst hvað hafði gerst aðeins nokkrum klukkutímum eftir að þau höfðu síðast talað saman.

42 stungur

Karen fór á veitingastaðinn Red Lobster, þar sem hún vann til þess að bíða eftir vinkonu sinni klára vaktina. En þá komu inn þrír vopnaðir menn inn á staðinn. Þeir ætluðu upphaflega að ræna staðinn en þegar þeir sáu Karen beindu þeir að henni byssu og skipuðu henni að koma með sér.

Farið var með hana út í bíl þar sem hún var skilin eftir með einum mannanna, manni að nafni Freddie Glenn. Hinir tveir fóru aftur inn á veitingastaðinn til þess að ræna hann en hættu við það. Á meðan batt Freddie Karen og tjóðraði.

Keyrðu þeir með hana í íbúð sem einn af þeim dvaldi í og skiptust þeir á að nauðga henni þar. Eftir það keyrðu þeir með hana í húsasund þar sem Freddie Glenn stakk hana til bana, alls 42 sinnum.

Leitaði í vín og dóp

„Það komu tímar sem ég gafst eiginlega bara upp í volæði,“ sagði Grammer í viðtali árið 2022. Hann sagði að morð systur hans hefði haft gríðarleg áhrif á sig. Meðal annars hefði hann leitað í vín og eiturlyf og marg oft verið tekinn undir áhrifum við stýri. Á endanum fór hann í meðferð við fíkn sinni.

Í viðtali hjá Opruh Winfrey sagðist hann vera tilbúinn að fyrirgefa morðingjunum ef þeir myndu taka ábyrgð á verknaðinum. Allir hafi þeir hins vegar lýst yfir sakleysi sínu.

Mildaður dauðadómur

Freddie Glenn og hinir tveir mennirnir voru allir sakfelldir í málinu. Glenn var einnig sakfelldur fyrir að myrða tvo aðra menn, Daniel Van Lone og Winfred Proffitt, skömmu áður en Karen. Van Lone var 28 ára hótelkokkur sem hann drap í misheppnuðu ráni 19. júní og Proffitt var 19 ára hermaður sem hann drap í fíkniefnaviðskiptum viku seinna.

Freddie Glenn fékk dauðadóm fyrir þessa morðöldu sína en árið 1978 var dómi hans breytt í lífstíðarfangelsi með möguleikanum á reynsluslausn.

Árið 2014 sótti Glenn um reynslulausn og leitað var til Kelsey Grammer til að veita umsögn. Sagðist Kelsey fyrirgefa Freddie Glenn en að hann gæti ekki veitt reynslulausn hans sína blessun. Það væru svik við minningu systur hans.

Trúir ekki orðum Freddie

Freddie Glenn er enn þá í fangelsi að afplána dóm fyrir þrefalt morð. Hann hefur fjórum sinnum sótt um reynslulausn og í fjögur skipti verið neitað.

Samkvæmt umfjöllun blaðsins Denver Post um málið sagðist hann virkilega sjá eftir gjörðum sínum en Kelsey segist hafa takmarkaða trú á einlægni hans.

„Afsakanir hans þessa dagana eru: Ég man ekki eftir að hafa nauðgað henni,“ sagði Kelsey Grammer í viðtali við People. „Þú vilt ekki tærast upp af því að þú getur ekki fyrirgefið einhverjum. En það er erfitt að fyrirgefa sem viljandi ákvað að myrða einhvern sem þú elskar. Þetta var ekki gert í fljótfærni. Þetta var af yfirlögðu ráði. Ég get veitt þér fyrirgefningu en þú sleppur ekki við að gjalda fyrir gjörninginn.“

Freddie Glenn getur næst óskað eftir reynslulausn árið 2027. Einn hinna mannanna, Michael Corbett, dó í fangelsi árið 2019. Ekki er vitað hver sá þriðji er.

 

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað

Smeykir Bandaríkjamenn – Hamstra skó og fatnað
Pressan
Fyrir 2 dögum

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“

Kim Jong-un montar sig af nýju herskipi – „Búið öflugustu vopnunum“
Pressan
Fyrir 2 dögum

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?

Þau treystu honum fyrir hinstu för gæludýranna – Fóru hræin bara í ruslið?
Pressan
Fyrir 2 dögum

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis

Fjögurra ára stúlka hætt komin vegna „aðlaðandi“ þvottaefnis
Pressan
Fyrir 3 dögum

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð

16 ára piltur handtekinn vegna morðanna í Svíþjóð
Pressan
Fyrir 4 dögum

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans

„Tvífarakenningin“ um Melania fékk byr undir báða vængi í útför páfans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans

Þurfti að vera heima til að sinna heimanáminu – Á meðan dó öll fjölskylda hans
Pressan
Fyrir 5 dögum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum

Handtekinn grunaður um nauðgun og morð fyrir 35 árum