fbpx
Miðvikudagur 16.júlí 2025
433Sport

Baunar á stuðningsmenn Arsenal og segir stemninguna vera enga: Mættu með ‘skelfilegan borða’ – ,,Sjö ára barnið mitt hefði gert þetta“

Victor Pálsson
Fimmtudaginn 1. maí 2025 14:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gabby Agbonlahor, fyrrum leikmaður Aston Villa, var harðorður í garð stuðningsmanna Arsenal er hann ræddi leik liðsins við PSG í vikunni.

PSG kom sá og sigraði 0-1 á Emirates og er í mjög góðri stöðu fyrir seinni leikinn í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Agbonlahor segir að það hafi verið engin stemning á Emirates og baunaði þá sérstaklega á stóran borða sem stuðningsmenn hengdu upp fyrir leik.

,,Stuðningsmenn Arsenal… Koma svo! Stjórinn er að flytja stóru ræðuna, látið í ykkur heyra.. Þessi borði, ég veit ekki hvað þetta var. Hann var skelfilegur,“ sagði Agbonlahor.

,,Þetta minnti mig á eitthvað sem sjö ára barnið mitt hefði gert fyrir eitthvað verkefni í skólanum. Þetta var vandræðalegt.“

,,Það heyrðist ekkert í þeim. Ég sat þarna og horfði á leikinn og beið eftir því að þeir kæmust í gang. Þetta eru undanúrslit Meistaradeildarinnar.“

,,Þurfa þeir mann á bakvið tjöldin með hátalara sem segir þeim að syngja?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Báðu um Zlatan og fengu Zlatan – Sjáðu stórskemmtilegar myndir

Báðu um Zlatan og fengu Zlatan – Sjáðu stórskemmtilegar myndir
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann

Játar að hafa slegið stórstjörnuna í andlitið – Dæmdur í langt bann
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París

Liverpool sagt hafa fundað með umboðsmanni í París
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á

Haukar semja við markvörð sem Liverpool hafði áhuga á
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho

United tilbúið að lækka verðið til að losna við Sancho
433Sport
Í gær

Brentford staðfestir komu Henderson – 35 ára en fær tveggja ára samning

Brentford staðfestir komu Henderson – 35 ára en fær tveggja ára samning
433Sport
Í gær

Gaui Þórðar tók kvennalandsliðið til bæna og segir að svara þurfi spurningum – „Fókusinn fór algjörlega, það var agaleysi“

Gaui Þórðar tók kvennalandsliðið til bæna og segir að svara þurfi spurningum – „Fókusinn fór algjörlega, það var agaleysi“
433Sport
Í gær

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst

Fyrrum fréttamaður RÚV birtir myndband frá Akranesi – Spyr hvenær reglurnar hafi breyst