fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433

KR tókst ekki að vinna tíu Hafnfirðinga – Fyrsti sigur Vals og Vestri er kominn á toppinn

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. apríl 2025 20:01

Jónatan Ingi. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

FH tók á móti KR í stórleik í Bestu deild karla í kvöld. Gestirnir úr Vesturbænum byrjuðu leikinn af krafti og komust yfir með góðu skoti Gabríels Hrannars Eyjólfssonar á 5. mínútu. Heimamenn tóku hins vegar við sér og jafnaði Björn Daníel Sverrisson um tíu mínútum síðar. Jafnt var í hálfleik.

Snemma í seinni hálfleik fékk Björn Daníel beint rautt spjald fyrir groddaralega tæklingu en það sló FH-inga ekki út af laginu og komust þeir yfir á 58. mínútu. Þar var að verki Baldur Kári Helgason. KR átti eftir að taka völdin á vellinum á ný og skilaði það sér í jöfnunarmarki Eiðs Gauta Sæbjörnssonar þegar um stundarfjórðungur lifði leiks. Þarna stefndi flest í að gestirnir myndu finna sigurmarkið manni fleiri en allt kom fyrir ekki. Lokatölur 2-2. KR er því með þrjú stig eftir jafnmörg jafntefli í byrjun móts. Þetta er fyrsta stig FH í sumar.

Eftir jafntefli í fyrstu tveimur leikjum sínum vann Valur þægilegan sigur á KA á heimavelli sínum. Jónatan Ingi Jónsson skoraði tvö marka heimamanna og Tryggvi Hrafn Haraldsson eitt. Ásgeir Sigurgeirsson minnkaði muninn fyrir Akureyringa eftir um klukkutíma leik en nær komust þeir ekki. Valur er því með fimm stig en KA aðeins eitt.

Frábær byrjun Vestra heldur áfram og sigraði liðið ÍA í Akraneshöllinni í kvöld. Diego Montiel kom þeim yfir eftir hálftíma leik og tíu mínútum síðar tvöfaldaði hinn ungi og efnilegi Daði Berg Jónsson forystuna. Þetta reyndust einu mörk leiksins og 0-2 sigur Vestra staðreynd. Liðið er á toppi deildarinnar með 7 stig, en ÍA er með 3 stig.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur

Tíu stærstu bitarnir sem geta farið frítt – Margir sem verða mjög eftirsóttir í vetur
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis

Heimir Guðjónsson nýr þjálfari Fylkis
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir

Fær ekki sparkið þó stuðningsmenn séu öskuillir
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Rekinn eftir dapurt gengi

Rekinn eftir dapurt gengi