Það er óhætt að segja að auglýsingar fyrir Bestu deildina, sem hefst annað kvöld karlamegin, hafi slegið í gegn í vor.
Það hafa verið sýndar nokkrar stiklur sem tengjast liðunum og fara stjörnur deildarinnar með leiksigur. Þetta er aðeins frábrugðið síðustu árum en þá hefur verið gerð ein stór auglýsing fyrir deildina.
„Fólk í dag er mjög mikið að horfa á svona „shorts“ og því ákváðum við að gera styttri myndbrot. Við vildum líka nýta birtingarmagnið okkar aðeins betur. Það kostar mikið að birta þriggja mínútna auglýsingu og þá er fínt að birta bara 30 sekúndna auglýsingu,“ segir Björn Þór Ingason, markaðsstjóri ÍTF, í Íþróttavikunni á 433.is.
„Þetta býður upp á að við getum gert eitthvað meira yfir tímabilið, að við séum ekki bara með eina auglýsingu fyrir tímabil. Við getum náð mómentum hér og þar, fyrir úrslitakeppnina til dæmis.“
Nánar er rætt við Björn Þór í spilaranum.