fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Þorsteinn við fréttamann RÚV: „Mér finnst þú bara vera að búa til einhverjar áhyggjur úr þessu“

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. apríl 2025 18:54

Skjáskot: RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins, var ánægður með leikinn gegn Noregi sem var að ljúka í Þjóðadeildinni en hefði auðvitað vilja stela sigrinum.

Leiknum lauk með markalausu jafntefli en frammistaða Íslands var góð gegn sterku liði og hefðum við vel getað unnið þennan leik.

„Mér fannst við gera fullt af hlutum til að geta skorað, við sköpuðum okkur góð færi, það var kraftur í okkur og hugrekki í að keyra á þær. Þetta var fínn leikur heilt yfir,“ sagði Þorsteinn við RÚV eftir leik.

Þorsteinn var svo spurður að því hvort skortur á markaskorun væri vandamál, en það hefur verið til umræðu fyrr í keppninni.

„Mér finnst þú bara vera að búa til einhverjar áhyggjur úr þessu. Maður á möguleika á að skora ef maður skapar færi. Stundum gengur það ekki upp en mér fannst við búa til færi til að skora.“

Ísland er nú með 2 stig í riðlinum og mætir Sviss í mikilvægum leik á þriðjudag.

„Ef við ætlum að ná markmiðum okkar er það leikur sem við þurfum að vinna,“ sagði Þorsteinn.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi
433Sport
Í gær

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Í gær

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te