

Alejandro Garnacho gæti verið á förum frá Manchester United í sumar og hefur hann ákveðið að setja húsið á sölu.
Ensk blöð segja frá því í dag að Garnacho hafi beðið fasteignasala í Manchester að selja húsið.

Garnacho keypti húsið á 3,8 milljónir punda en það er í úthverfi Manchester.
Nú vill Garnacho selja húsið en hann hefur verið orðaður við brotthvarf frá félaginu.
Húsið fer ekki í almenna sölu en fasteignasalinn lætur nú sterk efnaða einstaklinga vita af úsinu sem er í Bowdon, úthverfi Manchester