
Það er komið að níunda og tíunda sætinu, liðunum sem líklega ná naumlega bjarga sér frá falli.
Í tíunda sæti spáum við nýliðum Aftureldingar, sem komust upp í gegnum umspil Lengjudeildarinnar í annarri tilraun í fyrra.
Liðið hefur heillað með því að spila skemmtilegan bolta í Lengjudeildinni í nokkur ár og eru margir spenntir fyrir því að sjá lærisveinar Magnúsar Más Einarssonar í deild þeirra bestu.

10. Afturelding
Lykilmaðurinn: Elmar Kári Enesson Cogic
Þarf að stíga upp: Axel Óskar Andrésson
Í níunda sæti spáum við bikarmeisturum KA, sem hafnaði í sjöunda sæti í fyrra en vann bikarinn og því á leið í Evrópukeppni í ár.
Liðið hefur misst menn eins og Daníel Hafsteinsson og Svein Margeir Hauksson í Víking og ekki styrkt stig nóg, þó fengið Færeyinginn Jóan Símun Edmundsson á ný.
9. KA
Lykilmaðurinn: Hallgrímur Mar Steingrímsson
Þarf að stíga upp: Viðar Örn Kjartansson

Spá 433.is
1. ?
2. ?
3. ?
4. ?
5. ?
6. ?
7. ?
8. ?
9. KA
10. Afturelding
11. ÍBV
12. Vestri