fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Spá fyrir Bestu deildina – 5. og 6. sæti: Efri hluti en engin Evrópa hjá Vesturbæjarstórveldinu

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 4. apríl 2025 19:30

Óskar Hrafn Þorvaldsson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Besta deild karla hefst á morgun og við höldum áfram að birta spá 433.is fyrir mótið.

Það er komið að liðunum sem við spáum 5. og 6. sæti, en við teljum að Vesturbæjarstórveldið, KR, verði í sjötta sæti og komist þar með upp í efri hlutann, sem því tókst ekki í fyrra þegar það hafnaði í 8. sæti. Liðið er á leið inn í sitt fyrsta heila tímabil með Óskar Hrafn Þorvaldsson við stjórnvölinn.

Hrafnkell Freyr Ágústsson.

Hrafnkell Freyr Ágústsson, sérfræðingur um Bestu deildina, hefur þetta að segja um KR: 

6. KR – Ég mun stilla inn á alla leiki KR í sumar. Ég er gríðarlega spenntur fyrir hvernig þeir munu spila. Þeir munu skemmta áhorfendum og taka mikla sénsa. Þeir eru með marga stráka sem hafa lítið spilað í efstu deild en eru spennandi, samanber Halldór í markinu, Júlíus, Gabríel Hrannar og fleiri til. Menn eins og Atli Sigurjóns og Aron Sigurðarson munu svo þurfa að leiða þetta áfram með sinni reynslu.

Lykilmaðurinn: Aron SigurðarsonÞetta er auðvelt.

Þarf að stíga upp: Jóhannes Kristinn BjarnasonHann var allt í lagi í fyrra, óx þegar Óskar tók við og ég held hann þurfi að stíga enn frekar upp til að KR geti verið í einhverri Evrópubaráttu. Hann er hrikalega öflugur leikmaður sem þarf nú að taka næsta skref.

Við spáum því að ÍA hafni í fimmta sæti, hoppi því upp um eitt sæti frá því í fyrra, þar sem liðið ógnaði Evrópusætunum undir lok tímabils.

Þetta hefur Hrafnkell að segja um ÍA:

5. ÍASkagamenn eru að mínu mati með eitt flottasta verkefni landsins, vegna þess sem þeir eru að gera með unga leikmenn og þess háttar. Það virðist vera mikil pæling á bak við allt sem þeir eru að gera, sem er vel. Peningarnir fyrir Hákon Arnar hafa til að mynda verið nýttir mjög vel og ekki settir bara í eitthvað rugl, eins og þetta var kannski á árum áður. Leikkerfið sem þeir spila hentar mjög vel, þessi þriggja manna lína varnarlína, og þeir eru mjög góðir í því. Skaginn á að mínu mati heima í efri hluta deildarinnar og það er gaman að sjá þá þar aftur.

Lykilmaðurinn: Erik Tobias SandbergHann var hrikalega öflugur í fyrra og er aðalmaðurinn í þessari þriggja manna vörn.

Þarf að stíga upp: Rúnar Már SigurjónssonÞetta var leiðinlegt tímabil fyrir hann í fyrra, var mikið meiddur og náði aldrei takti. Hann þarf að vera upp á sitt besta frá fyrsta leik í sumar. Hann þarf svolítið að taka við kefli Arnórs Smárasonar líka sem leiðtoginn í hópnum. Það er mikið af ungum drengjum sem hann þarf að hjálpa og leiða áfram.

ÍA Besta deildin
Mynd: DV/KSJ
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 12 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi
433Sport
Í gær

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Í gær

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te