

Danny Rohl er maðurinn sem Leicester vill starfa ef Ruud van Nistelrooy verður rekinn úr starfi í sumar, það er til skoðunar.
Nistelrooy tók við Leicester í vetur en liðið er á barmi þess að falla úr ensku deildinni.
Nistelrooy hefur ekki tekist að snúa við gengi Leicester eftir að hann tók við af Steve Cooper sem var rekinn.
Rohl hefur gert fína hluti með Sheffield Wednesday og telur Leicester að sá þýski geti komið sterkur inn.
Félagið skoðar það að reka Nistelrooy en það yrði þá í lok tímabils enda ljóst að engu verður bjargað úr þessu.
„Ég á tvö ár eftir af samningi mínum, ég vissi þegar ég kom inn að þetta væri áskorun. Ég vissi af þessu en vildi gera lengri samning við félagið,“ sagði Nistelrooy.