
Íslenska kvennalandsliðið gerði jafntefli við Noreg í hörkuleik í Þjóðadeildinni í dag. Spilað var á heimavelli Þróttar Laugardalnum.
Fyrirfram fékk var norska liðið talið það sigurstranglegra en Ísland fékk svo sannarlega færi til að klára leikinn.
Það fékk Noregur einnig en hvorugu liðinu tókst það og lokatölur 0-0.
Ísland er í þriðja sæti riðilsins með 2 stig en Noregur í öðru með 4 stig.
Ísland mætir botnliði riðilsins, Sviss, á þriðjudag og ættu möguleikarnir að vera góðir miðað við leik dagsins.
Sá leikur fer einnig fram á heimavelli Þróttar.