

Lorenzo Lucca framherji Udinese er á óskalista Manchester United í sumar en liðið leitar að framherja.
Lucca er 24 ára gamall landsliðsmaður frá Ítalíu.
Lucca er mjög hávaxinn og er yfir 2 metra á hæð, hann hefur vakið athygli á þessu tímabili.
Það hefur hins vegar ekki reynst United vel að kaupa framherja úr Seriu A, Rasmus Hojlund og Josuha Zirkzee hafa báðir komið úr deildinni þar á síðustu árum.
Lucca er á sínu fyrsta tímabili með Udinese en áður var hann hjá Pisa, hann hefur spilað þrjá landsleiki fyrir Ítalíu.