

Arsenal ætlar sér að reyna að selja leikmenn í sumar og segja ensk blöð að allt að ellefu leikmenn verði til sölu.
Oleksandr Zinchenko og Jakub Kiwior eru sagðir þar á meðal.
Raheem Sterling og Neto fara aftur til sinna félaga en báðir eru á láni hjá félaginu.
Með þessu vill Arsenal búa til fjármagn til að fá inn nýja leikmenn, Kieran Tierney fer svo líklega til Celtic.
Nuno Tavares verður seldur til Lazio, Reiss Nelso er nefndur til sögunnar og Thomas Partey einnig.
Einnig er nefnt að til skoðunar sé að selja bæði Leandro Trossard og Takehiro Tomiyasu. Fleiri eru nefndir til sögunnar.