

Það er allt í klessu hjá Marseille en Roberto de Zerbi er að missa klefann og það mjög hratt.
Liðið tapaði gegn Reims um síðustu helgi og var það fjórða tapið þeirra í fimm leikjum.
Eftir leik var leikmönnum Marseille skipað að gista á æfingasvæðinu, De Zerbi var brjálaður.
Frídagar á sunnudag og mánudag voru einnig afturkallaðir en þá kom í ljós að De Zerbi ætlaði ekki að stýra æfingum þá daga.
Leikmenn Marseille neituðu að æfa nema stjórinn myndi mæta á svæðið, yfirmaður knattspyrnumála reyndi að lægja öldurnar.
Það tókst ekki og leikmenn neituðu að æfa en það er farið að verða líklegra að De Zerbi verði rekinn eftir tímabilið.