fbpx
Föstudagur 24.október 2025
433Sport

Áherslur dómara á Íslandsmótinu í sumar –  „Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 4. apríl 2025 12:30

Mynd: KSÍ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Dómaranefnd KSÍ gefur út áhersluatriði fyrir hvert keppnistímabil. Áhersluatriðin eru kynnt á sérstökum fundum sem haldnir með fulltrúum félaga fyrir hvert keppnistímabil. Á fundina eru boðaðir fulltrúar leikmanna og þjálfara frá hverju félagi og langflest félög senda sína fulltrúa á þessa fundi.

Fundirnir í ár voru haldnir 28. og 30. janúar. Áhersluatriði þessi gilda fyrir knattspyrnumót KSÍ árið 2025 og taka gildi við upphaf Lengjubikars.

Mótmæli gagnvart dómurum
• Hefur uppi mótmæli með orðum eða látæði t.d. sveiflar höndum.
• Ögrandi hegðun í garð dómara.
Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun

Hópögranir eða hópast um dómarann
• Við hópögranir ber að lágmarki að sýna einum leikmanni úr hvoru liði gula spjaldið.
• Gerist leikmenn sekir um að hópast í kringum dómarann með mótmæli eða til þess að reyna að hafa áhrif á ákvörðun hans (t.d. með því að heimta gult eða rautt spjald á mótherja) ber dómaranum að áminna a.m.k. einn þeirra sem þannig haga sér (oftast þann sem hefur sig mest í frammi). Því til viðbótar ber að áminna hvern þann leikmann sem leggur á sig langa leið til þess að koma mótmælum sínum á framfæri.

Óíþróttamannsleg hegðun
T.d. leiktafir
• Sparka/kasta bolta burt eftir að leikur hefur verið stöðvaður
• Taka bolta og fara með hann
• Fara fyrir og eða hindra töku aukaspyrnu
Dómurum ber að áminna fyrir slíka hegðun

Boðvangur
Taka ber á allri ósæmilegri/óábyrgri hegðun þeirra sem eru á tæknisvæðinu. Sama hvort að um sé að ræða varamenn eða aðila úr starfsteymi liðanna. Einungis einum aðila er heimilt að standa fram í boðvangi í einu og þá einungis til að koma á framfæri leikrænum
leiðbeiningum til sinna leikmanna.

Fyrirliði – Dómari samvinna. Ef markvörður liðs er fyrirliði skal liðið tilnefna leikmann fyrir leik sem á að vera í samskiptum við dómara. Tilkynna verður dómara fyrir leik hver þessi leikmaður er.
• Aðeins fyrirliða er heimilt að nálgast og vera í samskiptum við dómara. Skal hann koma
fram af kurteisi og háttvísi.
• Fyrirliði ber ábyrgð á því að aðrir leikmenn liðsins virði þessa reglu og sýni dómarateyminu virðingu. Leikmenn séu ekki að hópast í kringum dómarann.
• Leikmaður annar en fyrirliðinn sem ekki fer eftir þessari reglu og nálgast dómara með mótmælum eða sýnir af sér óíþróttamannslega hegðun skal áminntur.

Nú á dögunum var svo samþykkt af stjórn KSÍ ný lagabreyting í knattspyrnulögunum þar sem markverði er ekki heimilt að halda á knettinum lengur en í 8 sekúndur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína

Íþróttavikan: Edda Sif og Gunni Birgis gera upp þétta fréttaviku – Matti Villa fer yfir ákvörðun sína
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig

Ráðskona og öryggisvörður handtekin – Lögreglan setti upp gildru og náði þeim þannig
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal

Sjáðu myndbandið – Eiginkona Arteta hálf fúl með stuðningsmenn Arsenal
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni

Mögulegt högg í maga Liverpool – Umboðsmenn Guehi á fundi með Bayern í vikunni
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta

Einn besti varnarmaður í heimi var nálægt því að hætta í fótbolta
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi

Aðstoðarmaður Ten Hag fer sömu leið og hann – Rekinn eftir stuttan tíma í starfi
433Sport
Í gær

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“

Hjörvar telur að Halldór hafi leitað í skóla Óskars eftir að hann var rekinn – „Ég vissi að það kæmi Steinke frétt, það er the playbook“
433Sport
Í gær

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te

Kalla eftir því að Amorim verði rekinn vegna ummæla hans um te