fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
433Sport

Eiður Smári eftirsóttur biti – Fundaði á Selfossi en er einnig á blaði á öðrum stöðum

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 28. október 2025 08:00

Eiður Smári Guðjhonsen og Sigurvin stýrðu báðir FH sumarið 2022. Mynd/Eythor Arnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Smári Guðjohnsen, einn fremsti knattspyrnumaður í sögu Íslands er eftirsóttur biti á íslenskum þjálfaramarkaði þetta haustið. Ágætis líkur eru á að hann taki aftur upp þjálfaragallann á nýjan leik.

Sagt var frá því á Fótbolta.net í gær að Eiður Smári hefði fundað með Selfossi, gæti hann tekið við liðinu sem leikur í 2. deild karla á næsta ári. 433.is hefur fengið þær fregnir staðfestir að Eiður hafi fundað þar.

En Selfoss er ekki eina liðið sem kannar áhuga Eiðs Smára á því að snúa aftur í þjálfun, þannig herma heimildir 433.is að HK sé nú eitt þeirra liða sem sé með nafn Eiðs Smára á blaði.

Eiður Smári og FH-ingar eru í veseni.

Hermann Hreiðarsson er að láta af störfum til að taka við Val og því er HK í þjálfaraleit. Eiður var í þjálfun frá 2019 til ársins 2022 en hefur ekki þjálfað síðustu þrjú sumur.

Eiður byrjaði á því að vera aðstoðarþjálfari U21 árs landsliðsins áður en hann tók við þjálfun FH sumarið 2020, þá í stutta stund. Skömmu síðar var hann ráðinn aðstoðarþjálfari A-landsliðs karla.

Sumarið 2022 tók hann svo aftur við þjálfun FH og stýrði liðinu á því tímabili. Fleiri lið hafa skoðað Eið Smára sem kost þetta haustið.

Þannig herma heimildir 433.is að Eiður Smári hafi komið upp í samtali forráðamanna Vals þegar félagið var að skoða þá kosti sem í boði voru til að taka við af Srdjan Tufegdzic sem var látin hætta með liðið í gær. Það er því ljóst að þessi fyrrum leikmaður Chelsea og Barcelona er á blaði hjá mörgum félögum þetta haustið.

Anton Brink

Fengið mikið lof sem þjálfari:

Það vakti gríðarlega athygli árið 2021 þegar Atli Guðnason einn besti leikmaður í sögu FH ræddi um Eið Smára, þá var Eiður hættur með FH í fyrra skiptið og Atli ákvað að hætta í fótbolta vegna þess.

„Ég var svolítið spenntur að vera með Eið Smára áfram. Ég hugsa að ég hefði haldið áfram ef hann hefði verið. En svona þegar hann steig frá borði þá fannst mér bara ágætt að segja þetta gott,” sagði Atli árið 2021 við RÚV.

Eiður Smári Guðjohnsen

„Hann er bestur Íslendinga í fótbolta í sögunni. Ef maður getur ekki lært af honum þá getur maður af engum lært,” sagði Atli.

Þegar Eiður Smári var að tala fór Atli oftar en ekki að velta því fyrir sér hvaðan þetta kæmi „Eiður sá um æfingar. Sá um að halda mönnum á tánum á æfingum. Á fundum töluðu þeir svo báðir. Logi (Ólafsson) er náttúrulega léttur, kemur með létta stemningu allstaðar þar sem hann er. Eiður kemur með hinn pólinn, sterkan karakter sem heldur mönnum á tánum. Með fáránlega visku. Maður var oft að velta fyrir sér: „Hvaðan ætli þetta komi? Ætli þetta sé Mourinho eða Guardiola?,” segir Atli

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Svartnætti yfir Carragher – „Nú verða alvarlegar spurningar bornar fram“

Svartnætti yfir Carragher – „Nú verða alvarlegar spurningar bornar fram“
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Eftir hneyksli í barnaafmæli vakti klæðnaður hennar aftur mikla undrun – Sjáðu myndirnar

Eftir hneyksli í barnaafmæli vakti klæðnaður hennar aftur mikla undrun – Sjáðu myndirnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Talar um vírus í liði Liverpool – Segir að Slot verði að henda þessum úr liðinu

Talar um vírus í liði Liverpool – Segir að Slot verði að henda þessum úr liðinu
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Valdi hóp fyrir undankeppni EM

Valdi hóp fyrir undankeppni EM
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Hermann Hreiðarsson tekur við Val

Hermann Hreiðarsson tekur við Val
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum
Rekinn eftir dapurt gengi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli

Þungt högg fyrir De Bruyne og Napoli
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun

Fær traustið áfram þrátt fyrir hörmulega byrjun