
Frank Lampard, stjóri Coventry, hefur leyft fyrrverandi Patrick Bamford að æfa með liðinu á meðan hann leitar sér að nýju félagi.
Coventry hefur byrjað tímabilið frábærlega í ensku B-deildinni og er á toppnum með 25 stig eftir fyrstu 11 leikina. Liðið hefur unnið sjö leiki og skorað 31 mark.

Hinn 32 ára gamli Bamford hefur verið án félags frá því hann yfirgaf Leeds í sumar en fær nú að æfa með Coventry. Samkvæmt fréttum frá Englandi er þó ólíklegt að hann fái samning.
Lampard er auðvitað goðsögn hjá Chelsea og Bamford var þar á mála ungur að árum, en fékk aldrei að spila leik fyrir aðalliðið. Hann vakti mikla athygli með Leeds fyrir nokkrum árum og raðaði inn mörkum tímabilið 2020-2021.