AS Roma leiðir þá baráttu um að. krækja í Joshua Zirkzee framherja Manchester United í janúar.
Ítalskir miðlar fjalla um málið en United vildi ekki missa hollenska sóknarmanninn í sumar.
Zirkzee er hins vegar í mjög litlu hlutverki og veit sem er að hann þarf að spila til að geta komist með á HM næsta sumar.
United er dottið úr leik í deildarbikarnum og er ekki í neinni Evrópukeppni, mínúturnar verða því af skornum skammti.
Ítalskir miðlar segja að Roma sé líklegur áfangastaður Zirkzee en að Como sé með fjármuni og áhuga til að ganga hratt til verks.