Trent Alexander-Arnold er sagður vonast til að snúa aftur á völlinn í leik gegn Liverpool í næsta mánuði þrátt fyrir fyrstu efasemdir um að hann yrði orðinn heill.
Hægri bakvörðurinn meiddist aftan í læri í leik með Real Madrid gegn Marseille í september, aðeins þremur mínútum eftir að flautað var til leiks.
Upphaflega var talið að hann gæti misst af stórleiknum gegn sínum fyrrum félögum á Anfield, en samkvæmt The Times gengur endurhæfing hans mun betur en búist var við.
Alexander-Arnold gekk til liðs við Real Madrid í sumar fyrir 10 milljónir punda, en meiðslin hafa gert honum erfitt fyrir að festa sig í sessi í liði Xabi Alonso.
26 ára Englendingurinn hefur aðeins byrjað tvo af þeim fimm leikjum sem hann hefur verið leikfær í, þar sem hann berst um sæti í byrjunarliðinu við fyrirliðann Dani Carvajal.
Samkvæmt The Times eru merki um að hann gæti náð a´we í tæka tíð fyrir ferðina til Anfield, sem væri sannarlega sérstakur viðburður fyrir leikmann sem ólst upp hjá Liverpool og varð þar einn af lykilmönnum liðsins.