fbpx
Laugardagur 18.október 2025
433Sport

Líkur á að Trent verði heill heilsu fyrir endurkomuna á Anfield

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 17. október 2025 21:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Trent Alexander-Arnold er sagður vonast til að snúa aftur á völlinn í leik gegn Liverpool í næsta mánuði þrátt fyrir fyrstu efasemdir um að hann yrði orðinn heill.

Hægri bakvörðurinn meiddist aftan í læri í leik með Real Madrid gegn Marseille í september, aðeins þremur mínútum eftir að flautað var til leiks.

Upphaflega var talið að hann gæti misst af stórleiknum gegn sínum fyrrum félögum á Anfield, en samkvæmt The Times gengur endurhæfing hans mun betur en búist var við.

Alexander-Arnold gekk til liðs við Real Madrid í sumar fyrir 10 milljónir punda, en meiðslin hafa gert honum erfitt fyrir að festa sig í sessi í liði Xabi Alonso.

26 ára Englendingurinn hefur aðeins byrjað tvo af þeim fimm leikjum sem hann hefur verið leikfær í, þar sem hann berst um sæti í byrjunarliðinu við fyrirliðann Dani Carvajal.

Samkvæmt The Times eru merki um að hann gæti náð a´we í tæka tíð fyrir ferðina til Anfield, sem væri sannarlega sérstakur viðburður fyrir leikmann sem ólst upp hjá Liverpool og varð þar einn af lykilmönnum liðsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast

Arteta segir frá fyrsta samtali sínu við Gyökeres – Spáði því að þetta myndi gerast
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Real Madrid lætur einn sinn launahæsta mann fara frítt

Real Madrid lætur einn sinn launahæsta mann fara frítt
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson

Nýr þáttur af Íþróttavikunni: Adda Baldurs gestur og ítarlegt viðtal við Frey Alexandersson
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða

Var fyrst grunaður um barnagirnd fyrir átta árum – Lögreglan taldi þá ekki tilefni til aðgerða
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?

Sveinn Leó hættir sem aðstoðarþjálfari Þórs – Tekur Eiður Benedikt við starfinu?
433Sport
Í gær

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild

Óvænt endurkoma – Englandsmeistari mætti til leiks með liði í níundu deild