fbpx
Sunnudagur 12.október 2025
433Sport

Einn ótrúlegasti sjónvarpshrekkur allra tíma: Þegar Arsenal-goðsögnin var sannfærð um að hún hefði lent í tímaflakki

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 12. október 2025 20:30

Skjáskot úr myndskeiði úr flugvélinni þar sem hrekkurinn hófst

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænski knattspyrnumaðurinn Anders Limpar átti farsælan feril með Arsenal á árunum 1994-1997 og spilaði auk þess fyrir lið eins og Everton og Birmingham síðar á ferlinum. Þá spreytti hann sig einnig í ítölsku deildinni sem og vestan hafs.

Fáir muna hins vegar eftir ótrúlegum hrekk sem hann varð fyrir barðinu á, á hátindi ferilsins, sem gerði það að verkum að hann varð að athlægi í heimalandinu Svíþjóð.
Limpar var þá staddur um borð í lítilli flugvél á leiðinni frá Gautaborgt til Stokkhólms. Aðeins nokkrir farþegar voru um borð en það sem knattspyrnuhetjan vissi ekki að allir aðrir voru leikarar og brátt var að hefjast ótrúleg atburðarás sem hafði verið vandlega undirbúin.

Tveir af leikurunum um borð þóttust vera vísindamenn sem voru sérfræðingar í tímaflakki og ræddu það, svo Limpar heyrði, að það væri vísindalega mögulegt. Skömmu síðar lenti flugvélin í mikilli ókyrrð, allt hristist og skalf og ljós blikkuðu. Svo datt á dúnalogn en skömmu síðar ómaði það um vélina litlu þegar að flugturn hafði samband og spurði hvaðan í ósköpunum vélin væri að koma. Hún hefði birst eins og skrattinn í sauðaleggnum á ratsjám og sett allt á hliðina hjá flugmálayfirvöldum.

Anders Limpar var goðsögn hjá Arsenal

Limpar var sá eini um borð sem vissi ekkert hvað var að gerast og hann varð eðli málsins samkvæmt mjög skelkaður. Hann rauk fram í klefa flugmanna og öskraði á þá hvað væri eiginlega í gangi og var sömuleiðis brjálaður við vísindamennina sem fullyrtu að vélin hefði greinilega lent í einhverju dularfullu.

Limpar var því eðlilega enn stressaðri þegar sænskar herflugvélar birtust við hlið flugvélarinnar og fylgdu henni til næsta flugvallar.

Þar voru allir um borð látnir ganga inn í flugskýli þar sem yfirheyrsla fór í gang og þeim, eða öllu heldur bara Limpar greyinu, talið trú um að flugvélin hefði greinilega komið skyndilega úr fortíðinni. Árið nú væri 1999 og því hefði flugvélin greinilega stokkið fram um tvö ár.

Þá fékk Limpar að sjá dagblöð sem merkt voru því ári og honum talið trú um að mikil sorg hefði átt sér stað í Svíþjóð og um allan heim við hvarf hans árið 1997 og útför hans hafði farið fram með pompi og prakt.

Sænska knattspyrnugoðsögnin var gjörsamlega í áfalli og ekki batnaði það þegar honum var tjáð að erkifjendurnir í Noregi hefðu óvænt unnið HM í knattspyrnu árið 1998. Þá var honum öllum lokið.

Hrekkurinn stóð yfir í heila tvo daga og þá var Limpar loks tilkynnt um hvað hefði átt sér stað. Allt verkefnið var síðan klippt niður í 1 klukkustunda grínþátt í Svíþjóð og eftir hann var hinn dáði knattspyrnumaðurinn orðinn að athlægi í heimalandinu.

Limpar hefur sagt frá sinni hlið málsins á síðustu árum. Hann hefur rifjað upp að gæði framleiðslunnar hafi verið ótrúleg og allar efasemdir hafi smám saman horfið enda hafi um 20 manns komið að verkefninu, allt til að plata hann upp úr skónum. Þegar honum var tilkynnt um að allt væri þetta hrekkur hafi hann orðið mjög kátur og feginn en eftir því sem tíminn leið hafi hann orðið reiðari og reiðari útaf uppátækinu, sér í lagi vegna þess hve mikið grín var gert af honum í heimalandinu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Elías: „Ein varsla og fimm mörk, það er ekki frábært“

Elías: „Ein varsla og fimm mörk, það er ekki frábært“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Hreinasta hörmung“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Hreinasta hörmung“
433Sport
Fyrir 2 dögum

Síðasti kaflinn á ferli Giroud

Síðasti kaflinn á ferli Giroud
433Sport
Fyrir 2 dögum

Haaland bestur í mánuðinum

Haaland bestur í mánuðinum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Skilaboð Amorim til leikmanna United á laugardag vekja athygli enskra blaða

Skilaboð Amorim til leikmanna United á laugardag vekja athygli enskra blaða
433Sport
Fyrir 2 dögum

United skoðar að innleiða kerfi frá Bandaríkjunum – Gætir þá átt sæti á Old Trafford

United skoðar að innleiða kerfi frá Bandaríkjunum – Gætir þá átt sæti á Old Trafford
433Sport
Fyrir 2 dögum

Rooney verulega óhress með Gerrard og ummæli hans í vikunni

Rooney verulega óhress með Gerrard og ummæli hans í vikunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Tuchel hjólar í stuðningsmenn enska landsliðsins eftir gærkvöldið

Tuchel hjólar í stuðningsmenn enska landsliðsins eftir gærkvöldið