fbpx
Sunnudagur 09.nóvember 2025
433Sport

KR ræður John Andrews til starfa – Gert frábæra hluti hér á landi

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 17. september 2025 19:05

Mynd: KR

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Andrews er tekinn við sem þjálfari kvennaliðs KR. Þetta staðfesti félagið í kvöld. Skrifar hann undir þriggja ára samning.

Andrews hefur lengi starfað hér á landi en í sumar var hann látinn fara frá Víkingi eftir erfiða byrjun á tímabilinu.

Andrews hafði náð stórgóðum árangri í Víkinni, vann hann bikarinn með liðinu er það var í Lengjudeildinni 2023 og kom því upp í efstu deild sama ár.

KR hafnaði um miðja Lengjudeild sem nýliði í sumar. Gunnar Einarsson og Ívar Ingimarsson voru látnir fara um mitt sumar.

Tilkynning KR
John Andrews hefur verið ráðinn þjálfari meistaraflokks kvenna næstu 3 árin. John er UEFA Pro þjálfari með víðtæka reynslu allt frá árinu 2006 bæði erlendis og á Íslandi.

Hann hefur m.a. þjálfað hjá Aftureldingu, KSÍ, Knattspyrnusambandi Írlands, Liverpool FC International Academy, Völsungi og Víkingi.

John mun ásamt þjálfun meistaraflokks hafa umsjón með starfi yngri flokka kvenna.

KR býður John velkominn til starfa og væntir mikils af samstarfinu á komandi misserum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið
433Sport
Í gær

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar

Ivan Toney vill aftur til Englands í janúar – Hans gamli stjóri opnar dyrnar
433Sport
Í gær

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag

Arne Slot biður um meiri þolinmæði – Isak byrjar að æfa aftur í dag
433Sport
Í gær

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot

Í þriggja ára bann frá leikjum eftir hómófóbísk orð um leikmenn Chelsea og Diogo Dalot