Cole Palmer, sóknarmaður Chelsea, fór huldu höfði á Notting Hill Carnival á mánudaginn og naut dagsins í dulargervi þar sem hann heiðraði karabíska arfleifð sína.
Palmer ákvað að nýta sér frídag í vesturhluta Lundúna, skammt frá Stamford Bridge, og taka þátt í stærstu götuhátíð Evrópu sem fagnar karabískri menningu.
Afi Palmers, Sterry, er fæddur á eyjunni St. Kitts í Karabíska hafinu, og heimsótti leikmaðurinn eyjuna í fyrsta skipti í sumar.
Palmer, sem er 23 ára gamall, missti af 5-1 sigri Chelsea gegn West Ham síðastliðinn föstudag vegna meiðsla í upphitun. Hann birti myndband og ljósmynd af sér frá hátíðinni á Instagram.
Á myndinni má sjá hann klæddan grímu og með rastahúfu. Augljóslega til að komast hjá athygli.