Rene Meulensteen, fyrrum aðstoðarþjálfari Manchester United, hefur vakið athygli með ummælum sínum um hollenska varnarmanninn Matthijs de Ligt og telur að líkamlegt ástand hans hafi neikvæð áhrif á frammistöðuna.
Meulensteen starfaði sem aðstoðarmaður hjá United á árunum 2007–2013 undir stjórn Sir Alex Ferguson og þekkir vel til þess sem þarf til í enska boltanum.
„Líkamlegt ástand de Ligt er áhyggjuefni því það er ekki sjálfgefið að hann sýni stöðugleika og leiðtogahæfni vikulega svona,“ sagði Meulensteen í viðtali.
„Hann glímdi við töluvert af meiðslum á síðasta tímabili og var ekki alltaf fyrsti kostur hjá Ruben Amorim.“
„Þegar hann steig fyrst fram með Ajax var hann gríðarlega öflugur líkamlega, en mér finnst hann hafa þyngst með tímanum. Þrátt fyrir að hann sé náttúrulega sterkur, þá hefur þetta ekki alltaf hjálpað leik hans. Þetta verður gríðarlega mikilvægt tímabil fyrir hann.“