Nicolas Jackson framherji Chelsea er á leið til FC Bayern á láni. Það er Bild sem heldur þessu fram.
Chelsea vill losna við Jackson eftir að hafa keypt bæði Liam Delap og Joao Pedro í framlínu sína í sumar.
Bayern horfir á Jackson sem góða samkeppni við Harry Kane sem getur þá fengið meiri hvíld þegar þess þarf.
Jackson er kröftugur framherji frá Senegal sem átti góða spretti með Chelsea.
Newcastle og Aston Villa hafa einnig verið orðuð við Jackson en nú virðist hann vera á leið Þýskalands.