Enska úrvalsdeildarfélagið Crystal Palace hefur áhuga á að kanna stöðu Conor Gallagher hjá spænska stórliðinu Atletico Madrid.
Gallagher gekk í raðir Atletico frá Chelsea síðasta sumar fyrir 36 milljónir punda og hefur síðan þá fest sig í sessi hjá liðinu. Atletico er ánægt með frammistöðu miðjumannsins og hefur hvorki áhuga á að lána hann né selja að svo stöddu.
Engar vísbendingar hafa komið frá spænska félaginu um að hann verði fáanlegur í sumar, og því er líklegast að hann haldi áfram með Atletico.
Gallagher hefur átt góða tíma hjá Palace þegar hann kom á láni frá Chelsea fyrir nokkrum árum.
Crystal Palace eru hins vegar að leita að leikmanni sem getur komið inn í hlutverk Eberechi Eze í tíunni, en Eze samdi við Arsenal um helgina.
Félagið hefur lengi átt í viðræðum við Leicester um Bilal El-Khannouss og einnig eru leikmenn eins og Christos Tzolis á óskalistanum.