Arsenal er á eftir Piero Hincapie, varnarmanni Bayer Leverkusen, samkvæmt öllum helstu miðlum.
Hinn 23 ára gamli Hincapie getur bæði spilað sem miðvörður og vinstri bakvörður. Gæti hann komið inn í hóp Arsenal í stað Jakub Kiwior, sem nú er sterklega orðaður við Porto.
Hincapie hefur verið mikilvægur hlekkur í öflugu liði Leverkusen undanfarin ár. Hann er eftirsóttur af fleirum og hefur til að mynda verið orðaður við Tottenham. Arsenal virðist þó líklegri áfangastaður sem stendur.
Klásúla er í samningi Hincapie upp á 52 milljónir punda og vill hann ólmur fara áður en glugganum verður lokað um mánaðarmótin.
Arsenal hefur eytt yfir 200 milljónum punda í leikmenn og virðist ekki hætt. Þá vinnur félagið að því að selja einnig.