Al-Nassr er mætt í kapphlaupið um Brasilíumanninn Ricardo Mathias, sem er á óskalista stórliða í Evrópu.
Frá þessu greina miðlar í heimalandi kappans, sem er 19 ára gamall og mikið efni. Hann er þegar mikilvægur hlekkur í aðalliði Internacional.
Manchester United og PSV hafa til að mynda fylgst með honum undanfarið en Sádarnir eru bjartsýnir á að geta unnið kapphlaupið. Geta þeir boðið honum mikla peninga og tækifæri til að spila með Cristiano Ronaldo.
Mathias skrifaði nýlega undir samning við Internacional til 2028 sem inniheldur klásúlu sem gerir honum kleift að fara fyrir 56 milljónir punda.