Ítalska félagið Como hafnaði tilboði Tottenham í Nico Paz. Búist er við að leikmaðurinn fari til Real Madrid á næstu leiktíð.
Paz er tvítugur og mikið efni. Bauð Tottenham 60 milljónir punda í hann í kjölfar þess að Eberechi Eze hafnaði þeim og gekk í raðir Arsenal.
Bæði Argentínumaðurinn og Como höfnuðu hins vegar boði Tottenham og verður hann áfram á Ítalíu á komandi leiktíð.
Paz gekk í raðir Como frá Real Madrid síðasta sumar og er félagið með kauprétt á honum fyrir aðeins 8,6 milljónir punda næsta sumar.
Félagið hyggst nýta sér það og vill Paz sjálfur ganga aftur í raðir Real Madrid að ári. Talið er að spænska stórveldið muni greiða Como aðeins meira síðar meir í ljósi þess hversu mikils virði leikmaðurinn er orðinn.
🚨 EXCLUSIVE: Tottenham bid worth €70m package for Nico Páz has been turned down tonight.
Páz wants to stay at Como with view on Real Madrid future + Real were gonna match any proposal in any case.
Real have €10m buy back clause in 2026 but will compensate Como in future. 🇦🇷 pic.twitter.com/8eaCZihgDq
— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 24, 2025