Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er genginn til liðs við Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Hann rifti samningi sínum við Plymouth í ensku C-deildinni um helgina.
Guðlaugur Victor er 34 ára og afar reynslumikill. Hefur hann spilað í Þýskalandi, Belgíu, Skotlandi Hollandi og víðar, en einnig með Esbjerg í Danmörku svo hann þekkir til boltans þar í landi.
„Það var kominn tími fyrir mig að koma heim til Danmerkur og Horsens hefur gefið mér það tækifæri, sem ég er þakklátur fyrir.
Ég er ekki að yngjast en ég er enn hungraður í árangur. Gildi mín passa vel við Horsens. Hér vilja allir fara upp um deild og ég er þar einnig,“ er meðal annars haft eftir Guðlaugi á heimasíðu Horsens.
Horsens er á toppi dönsku B-deildarinnar. Liðið féll úr efstu deild á þarsíðustu leiktíð og ætlar sér þangað aftur eins og Guðlaugur Victor segir.
Guðlaugur Victor á að baki 50 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.