fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Guðlaugur Victor aftur til Danmerkur

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 25. ágúst 2025 12:37

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Landsliðsmaðurinn Guðlaugur Victor Pálsson er genginn til liðs við Horsens í dönsku úrvalsdeildinni. Hann rifti samningi sínum við Plymouth í ensku C-deildinni um helgina.

Guðlaugur Victor er 34 ára og afar reynslumikill. Hefur hann spilað í Þýskalandi, Belgíu, Skotlandi Hollandi og víðar, en einnig með Esbjerg í Danmörku svo hann þekkir til boltans þar í landi.

„Það var kominn tími fyrir mig að koma heim til Danmerkur og Horsens hefur gefið mér það tækifæri, sem ég er þakklátur fyrir.

Ég er ekki að yngjast en ég er enn hungraður í árangur. Gildi mín passa vel við Horsens. Hér vilja allir fara upp um deild og ég er þar einnig,“ er meðal annars haft eftir Guðlaugi á heimasíðu Horsens.

Horsens er á toppi dönsku B-deildarinnar. Liðið féll úr efstu deild á þarsíðustu leiktíð og ætlar sér þangað aftur eins og Guðlaugur Victor segir.

Guðlaugur Victor á að baki 50 A-landsleiki fyrir Íslands hönd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Miðasala hafin á stórleikinn

Miðasala hafin á stórleikinn
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu
433Sport
Í gær

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð

Besta deildin: Þriðja tap Fram í röð
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“