fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

City ekki komið langt í viðræðum um Donnarumma – Vilja ekki missa Ederson

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 25. ágúst 2025 19:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester City ætlar sér að halda bæði Ederson og James Trafford í markmannsstöðunni að loknum félagaskiptaglugganum, en félagið er samt sem áður byrjað að undirbúa sig fyrir að eitthvað geti gerst.

Ederson er kominn á síðasta ár samnings síns og mikill áhugi er frá Galatasaray. City vill ekki sitja eftir með skarð í markmannsstöðunni og hefur því gert varaplan.

Félagið vill þá fá Gianluigi Donnarumma frá PSG og talið er að samband hafi verið haft á milli félaganna. Sky Sports fjallar um málið

Engar formlegar samningaviðræður hafa þó átt sér stað enn sem komið er og verðmat félaganna á leikmanninum virðist vera ólíkt. PSG metur ítalska landsliðsmarkvörðinn á milli 35 og 43 milljóna punda.

Þvert á það sem sumir miðlar hafa haldið fram hefur Manchester City ekki komist að samkomulagi við fulltrúa Donnarumma um kaup og kjör.

Donnarumma kvaddi PSG-aðdáendur síðastliðið föstudagskvöld og var ekki í hópnum þegar liðið lagði Angers að velli í frönsku deildinni.

Með rúma viku eftir af glugganum er það því undir Ederson komið hvort hann vilji burt, fari hann ekki mun félagið ekki festa kaup á Donnarumma.

Ederson sat á bekknum þegar City tapaði 0-2 gegn Tottenham, þar sem Trafford stóð í markinu og gaf Spurs eitt mark.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina